Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 167
genaferjum voru glóbíngen hryggdýra.
Þessi gen ráða peptíðkeðjum blóð-
rauðasameinda (hemoglobin), en þær
annast flutning súrefnis í blóði. Gló-
bíngenin urðu fyrir valinu m. a. vegna
þess að tiltölulega auðvelt er að ein-
angra mótsvarandi mRNA-sameindir
og gera cDNA-afrit af þeim. Rann-
sóknir á þessum genum leiddu fljót-
lega í ljós að skipulag þeirra er mjög
ólíkt því sem gerist í dreifkjörnungum
(2. mynd). Verður nú fyrst greint frá
rannsóknum á glóbíngenum músa.
Það munu hafa verið Philip Leder
og samstarfsmenn hans við „National
Institutes of Health“ í Bandaríkjunum
sem fyrstir urðu til að einrækta gló-
bíngen músar í gerilfrumum (Tilgh-
man o. fl. 1977). Þeir einangruðu
DNA úr æxlisfrumum músar, klipptu
það með skerðiensíminu EcoRI, að-
skildu DNA-búta, fundu búta seni
báru svonefnt þ-glóbíngen og inn-
limuðu þá í lambda veiru. Búturinn
sem þeir grannskoðuðu fyrst reyndist
vera um 7000 kirnispör á lengd. Hann
hlaut að vera miklu lengri en þ-gló-
bíngenið, því vitað var að mRNA-afrit
af þessu geni er aðeins 600—800 kirni á
lengd. Reyndar höfðu menn líka upp-
götvað að mRNA afritið á sér RNA-
forvera sem er um helmingi lengri en
það sjálft. Hins vegar var það ráðgáta
hvernig forvera er breytt í mRNA.
Líklegast var talið að þær kirnisraðir,
sem hverfa við umbreytinguna, væru
endaraðir forverans en alger samsvör-
un væri milli táknraða í þ-
glóbíngeninu, mRNA-forveranum og
mRNA-sameindinni sjálfri (sbr. sam-
svörun táknraða í geni og mRNA í
dreifkjörnungum; sjá 2. mynd) Við
samanburð á kirnisröðun mRNA, for-
vera og glóbíngens kom hins vegar í
ljós að þessu er öðruvísi varið. Að vísu
reyndist forverasameindin samsvara
geninu kirni fyrir kirni, en samsvörun
gens og mRNA var slitrótt: Inni í
glóbíngeninu voru tvœr raðir kirnis-
para sem ekki áttu sér neina samsvörun
í mRNA-sameindinni. Þessar raðir eru
innan táknraðar gensins en geta ekki
með nokkru móti verið hluti af henni.
Táknröðin er því ósamfelld, slitin í
sundur af „milliröðum" (intervening
sequences, introns) (Tilghman o. fl.
1978) .
Nákvæm könnun á þ-glóbíngeninu
hefur sýnt að önnur milliröðin er 650
kirnispör á lengd og liggur á milli
tákna (codon) nr. 104 og 105 í geninu.
Hin milliröðin er mun styttri (116 kirn-
ispör) og liggur á milli tákna nr. 30 og
31. Af þessu má sjá að milliraðir
skipta táknröð þ-glóbíngensins í þrjá
misstóra hluta. Alls eru 1389 kirnispör
í þ-glóbíngeninu, 438 í táknröðum,
766 í milliröðum, afgangurinn í forröð
og lokaröð gensins (Konkel o. fl.
1979) . Allt genið, með milliröðum, er
umritað yfir í forvera-RNA, en milli-
raðirnar hverfa þegar forveranum er
breytt í mRNA (3. mynd). Niðurstöð-
ur rannsókna á glóbíngenum músa eru
teknar saman í grein Leders o. fl.
(1980).
GLÓBÍNGEN HRYGGDÝRA
í blóði flestra hryggdýra eru tvær
aðaltegundir glóbína, a-glóbín og |3-
glóbín. Báðar geta þær greinst í und-
irtegundir. í blóðrauða manna hafa
t. d. fundist tvær gerðir a-glóbína (a
og y og fjórar gerðir (3-glóbína (þ, y, 6
og e). Blóðrauðasameindir eru settar
151