Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 90
Sveinn P. Jakobsson:
s
Islenskar bergtegundir I
Pikrít (óseanít)
INNGANGUR
Lítið hefur til þessa verið skrifað á
íslensku um bergfræði, þótt allmargir
bergfræðingar hafi starfað hér á landi
um hríð. Til þess að ráða nokkra bót á
þessu, er ætlunin að kynna í þessu
hefti og næstu heftum Náttúrufræð-
ingsins algengustu og áhugaverðustu
storkubergstegundirnar sem finnast
hér á landi. Einnig verður fjallað
nokkuð um útbreiðslu og uppruna
hverrar bergtegundar. í Náttúrufræð-
ingnum hafa áður birst pistlar af svip-
uðu tagi, en það eru fuglalýsingar
Finns Guðmundssonar á árunum 1952—
1957.
Lauslega áætlað mun um 90% þess
hluta landsins sem er ofansjávar, vera
storkuberg, en aðeins um 10% set-
berg. Eins og kunnugt er, finnst mynd-
breytt berg (gneis, skífa) ekki hér á
landi, nema það sem borist hefur með
borgarís. Storkuberg kallast það berg
sem myndast þegar bergkvika (mag-
ma) storknar, annað hvort á yfirborði
sem hraun eða gosaska, eða sem inn-
skotsberg í eldri jarðmyndunum. Berg-
kvikan kemur úr kvikuþróm, sem yfir-
leitt eru á nokkurra kílómetra dýpi, en
einnig er talið að kvikan geti borist
beint neðan úr möttli jarðar.
Flokkun og greining storkubergs er
ýmsum vandkvæðum bundin. Um
tvenns konar aðferðir er þar að ræða,
annars vegar eru greindar þær stein-
tegundir sem mynda bergið, og athug-
að hlutfall þeirra, hinsvegar er notast
við efnagreiningar á berginu. Það er
venja bergfræðinga að byggja fyrst og
fremst á efnagreiningum, en hafa auk
þess hliðsjón að steintegundum bergs-
ins. Sú flokkun sem hér er notuð er að
mestu hin sama og viðtekin er, en
nokkrar breytingar hafa verið gerðar á
flokkun basíska bergsins, sem þá verð-
ur mun eðlilegri og auðveldari (Sveinn
Jakobsson 1979).
Margt bendir til þess, að hér á
landi séu þrjár meginbergraðir, þólei-
ísk (þóleiítisk) bergröð, svokölluð
millibergröð, og alkalísk bergröð.
Sjö gosbergstegundir mynda þóleiísku
bergröðina: pikrít (óseanít), ólivínþól-
eiít, þóleiít (basískar bergtegundir);
basaltískt íslandít, íslandít (ísúrar berg-
tegundir); dasít og rhýólít (súrar berg-
tegundir). Fyrst mun verða fjallað um
bergtegundir þóleiísku bergraðarinn-
ar, og í þessum pistli sagt frá þeirri
bergtegund sem er frumstæðust (mest
basísk), en það er pikrít. Berglýsing-
arnar miðast alla jafna við ferskt berg,
líkt óg það var þegar bergkvikan
storknaði. Mörg bergtegundanöfn
Náttúrufræðingurinn 52 (1-4), bls. 80-85, 1983
80