Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 154
og af Ögmundarhrauni 5. í töflu I er
gefið meðaltal. Nokkrum sinnum hafa
verið gerðar tvær ákvarðanir á efni frá
sama stað. Er þá annað sýnið að jafn-
aði leifar kolaðs kvistgróðurs, stöku
sinnum örugglega leifar birkikjarrs, en
hins vegar kolaðar leifar gróðurs, sem
ekki verður nánar ákvarðaður, vænt-
anlega einkum leifar mosa og grasa.
Ófrávíkjanlega hefur slíkt efni sýnt
hærri - stundum verulega hærri aldur.
Hefur það því ekki verið notað við
gerð töflunnar, enda oft í ósamræmi
við staðreyndir fengnar frá öskulögun-
um eða hreint jarðfræðilegum stað-
reyndum (t. d. jarðlagafræðilegum
„stratigrafiskum"). Þessi mismunur er
ofur eðlilegur þar eð lífrænar leifar efst í
jarðveginum hafa líka náð að kolast,
þegar hraunið rann yfir gróið land.
Slíkt lag er 3-4 cm þykkt eða meir.
Þess má geta að hraunið úr Eldborg-
um undir Meitlum, það er runnið hef-
ur niður í Ölfus og bæði ég (Jón Jóns-
son 1977) og Þorleifur Einarsson
(1960) höfum talið vera nær samtíma
gosinu í Reykjafellsgígum (Hellis-
heiðarhraun IV hjá Þorleifi), er sam-
kvæmt C14 ákvörðuninni verulega
eldra. Af innbyrðis afstöðu hraunanna
er ljóst að hraunið úr Eldborgum er
eldra.
Af innbyrðis afstöðu annarra
hrauna til þeirra, sem aldursákvörðuð
hafa verið, má nokkuð ráða um lág-
marksaldur þeirra. Sem dæmi má
nefna að hraunin frá Hrútagjárdyngj-
unni, en þau þekja svæðið frá Hval-
eyrarholti vestur að Vatnsleysuvík,
eru yngri en Búrfellshraun, þ. e.
minna en ca. 7000 ára. Sama gildir um
hraun það er ég hef kennt við Helga-
dal, en það hefur runnið út á Búrfells-
hraun, er brotið af misgengi eins og
það og því sennilega óverulega yngra.
Margt fleira mætti telja, en hér skal nú
staðar numið.
HEIMILDIR
Annálar 1400—1800, I. bindi, Vallholts-
annáll (1661), bls. 317-367, útg. 1924.
— Hið íslenska bókmenntafélag,
Reykjavík.
Árni Óla. 1969. Viðeyjarklaustur. —
Kvöldvökuútgáfan, Akureyri.
Einar Gunnlaugsson. 1973. Hraun á
Krísuvíkursvæði. — Prófritgerð við Há-
skóla íslands, Reykjavík.
Guðmundur Kjartansson. 1972. Aldur
Búrfellshrauns við Hafnarfjörð. —
Náttúrufr. 42 : 159-183.
Hálfdán Jónsson. 1979. Descripto Ölves-
hrepps 1703. Árnessýsla. - Sýslu- og
sóknalýsingar. Bókm.fél. Sögufélagið,
Reykjavík.
Kristnisaga. 1946. - Útg. Guðni Jónsson,
Reykjavík.
Jón Jónsson. 1971. Hraun í nágrenni
Reykjavíkur. I Leitahraun. - Nátt-
úrufr. 41 : 49—63.
Jón Jónsson. 1973. Sundhnúkahraun við
Grindavík. — Náttúrufr. 43 : 145—153.
Jón Jónsson. 1974. Óbrinnishólar. - Nátt-
úrufr. 44 : 109-119.
Jón Jónsson. 1977a. Reykjafellsgígir og
Skarðmýrarhraun á Hellisheiði. —
Náttúrufr. 47 : 17-26.
Jón Jónsson. 1977b. Tvíbollar og Tvíbolla-
hraun. — Náttúrufr. 47 : 103—109.
Jón Jónsson. 1978. Jarðfræðikort af
Reykjanesskaga. I. Skýringar við jarð-
fræðikort. — Orkustofnun, OSJHD
7831 : 303 s. Reykjavík.
Jón Jónsson. 1979. Kristnitökuhraunið. -
Náttúrufr. 49 : 46-50.
Jón Jónsson. 1981. Ögmundarhraun og
aldur þess. — í: Eldur er í Norðri.
Afmælisrit til Sigurðar Þórarinssonar:
193—197. Sögufélagið, Reykjavík.
Jónas Hallgrímsson. 1933. Rit eftir Jónas
Hallgrímsson, III—V. — ísafoldar-
prentsmiðja, Reykjavík.
Sigurður Líndal. 1974. Kristnitakan. —
138