Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 55
Eyþór Einarsson:
N áttúruminj askrá
Skrá yfir friðlýsta staði og svæði,
Iífverutegundir sem friðlýstar hafa verið
samkvæmt lögum nr. 47/1971 um náttúruvernd,
og þær náttúruminjar sem færðar hafa verið
á náttúruminjaskrá.
Þessi skrá sem hér er birt er sú
þriðja sinnar tegundar sem gerð hefur
verið hér á landi samkvæmt náttúru-
verndarlögum og kom út 1981. Hún er
í þrennu lagi: Friðlýstir staðir, frið-
lýstar plöntutegundir og náttúruminja-
skrá.
I. FRIÐLÝSTIR STAÐIR
Fyrsti hlutinn er um friðlýsta staði
og svæði, þ. e. náttúruvætti, friðlönd,
þjóðgarða og fólkvanga, auk þess sem
tvö svæði eru friðlýst með sérstökum
hætti.
Náttúruvœtti
í náttúruverndarlögum segir að
Náttúruverndarráð geti friðlýst sér-
stæðar náttúrumyndanir, svo sem
fossa, eldstöðvar, hella, dranga, svo
og fundarstaði steingervinga og sjald-
gæfra steintegunda, ef talið sé mikil-
vægt að varðveita þær sakir fræðilegs
gildis þeirra eða þess að þær séu fagrar
eða sérkennilegar. Slíkar friðlýstar
myndanir nefnast náttúruvætti. Þá er
einnig kveðið svo á í lögunum að jafn-
an skuli friðlýsa nægilega stórt svæði
kringum náttúruvætti til þess að þau
fái notið sín. Friðlýstum náttúruvætt-
um má enginn granda, spilla né breyta
nema eftir fyrirmælum Náttúruvernd-
arráðs. Á þessari skrá frá 1981 eru 18
friðlýst náttúruvætti og eru mörg
þeirra í einkaeign, en hafa verið frið-
lýst í fullu samráði við eigendur og
sum jafnvel vegna beiðni og ábending-
ar eigenda.
Friðlönd
Samkvæmt náttúruverndarlögum
getur Náttúruverndarráð friðað heil
landsvæði, sem mikilvægt er að varð-
veita sakir sérstaks landslags, gróður-
fars eða dýralífs og eru þau nefnd frið-
lönd. Þar má ekki raska náttúrufari né
gera mannvirki sem spilla svip lands-
ins. Þetta gildir jafnt um Iandeigendur
og ábúendur sem aðra, að svo miklu
leyti sem friðlýsingin mælir fyrir um,
en í friðlýsingu hvers einstaks frið-
lands er kveðið nánar á um hve víðtæk
friðunin er, þ. e. að hve miklu leyti
Náttúrufræðingurinn 52 (1-4). bls. 45-76. 1983
45