Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 93
1. mynd. Smásjárteikning af
bergþynnu af pikríti, Vatns-
heiðarhraun (RE 78); sýni
tekið við vatnsbólið í Grinda-
vík. Ólivín-, krómít- og plagí-
óklasdílar; í grunnmassa sést
plagíóklas (hvítt), ágít (rneð
deplum), ólivín (þykkar rend-
ur) og magnetít (svart).
Myndin nær yfir 4 mm af
bergþynnunni. — Microdraw-
ing of the Vatnsheidi picrite
(oceanite) lava (RE 78). Phe-
nocrysts of olivine, chromite
and plagioclase, the ground-
mass is composed of plagioc-
lase, augite, olivine and
magnetite. The drawing cov-
ers about 4 mm of the thin
section.
falla ekki vel að íslensku máli, en því
miður er ekki gerlegt að þýða þessi
heiti yfir á íslensku. Nánar verður
fjallað um bergraðirnar og útbreiðslu
þeirra síðar.
Það er Ijóst, að mörgum mun finn-
ast berglýsingar þær sem hér birtast
framandi í fyrstu. Greining á bergi er
vandasöm og oft ekki möguleg án smá-
sjár og efnagreininga. Það er þó von
höfundar, að lesendur þessara pistla
geti að lestri þeirra loknum þekkt í
handsýni helstu bergtegundir íslands.
LÝSING
Pikrít (óseanít) er sérkennileg berg-
tegund, og oft auðþekkjanleg. Bergið
er grátt eða ljósgrátt (óummyndað),
oftast mjög blöðrótt, en aðaleinkennið
eru þéttsetnir grængulir dílar af stein-
tegundinni ólivín. Stærð dílanna er oft
1-3 mm, en þeir geta orðið allt að 1
cm langir.
Sem dæmi um pikrít-bergmyndun
skal hér tekið Vatnsheiðarhraun á
Reykjanesskaga (Jón Jónsson 1978),
en það er norðaustur af Grindavík, og
er hraunið komið úr gígum norðan við
Húsfjall. Við vatnsból Grindavíkur er
góð opna í hraunið. Vatnsheiðarhraun
er dyngjuhraun; þ. e. þunnfljótandi
hraun hafa runnið frá pípulaga gosrás
eða stuttri sprungu og myndað hraun-
skjöld. Dyngjurnar eru í rauninni
þrjár, en hafa gosið samtímis, senni-
lega í byrjun nútíma. Rúmmál hrauns-
ins er um 0,2-0,4 km’. Tafla I sýnir
efnasamsetningu hraunsins (Sveinn
Jakobsson o. fl. 1978). Sýnt er hlutfall
aðalefna og helstu snefilefna, og má
telja að þetta sé meðalsamsetning
hraunsins. Miðað við venjulegt basalt
(blágrýti) einkennist pikrít-hraunið
helst af mjög háu hlutfalli MgO og
Cr203, en lágu hlutfalli FeO, K20 og
P2Os.
81