Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 112
hrauninu og er vart nema 10—30 cm
niður á efraborð hraunsins. Lag þetta
er ljóst að lit. í lagi þessu finnast stór
vikurflykki og er vikurinn ákaflega
frauðkenndur. Telja má víst, að vikur-
inn sé loftfallinn þar sem engin merki
um vatnsflóð sáust í jarðvegssniðinu.
Vikurmolarnir raða sér í eins konar
þyrpingar og virðast vikurflykkin hafa
splundrast við fallið. Stærstu flykkin
hafa verið a. m. k. 1 m í þvermál.
Sjálft öskulagið er mun fínna. Tekist
hefur að rekja þetta ljósa öskulag vest-
ur Skaftafellssýslu allt í rofið við Ytri-
Dalbæ. I rofinu eru tvö ljós öskulög,
nokkuð áberandi, á um 4 m dýpi.
Öskulagið ofan á Eystra-Bergvatnsár-
hrauni er sama og neðra öskulagið í
Dalbæjarrofinu. Jón Jónsson (1978)
hefur látið gera C14 aldursgreiningu á
birkilurkum, sem liggja gegnum lagið
og gefur hún 3800 ± 80 ár (miðað við
1950). Jón telur, að þetta ljósa öskulag
sé Heklulagið H-4 en svo getur ekki
verið, þar sem lagið þykknar og verð-
ur grófara er austar dregur. Sigurður
Þórarinsson (1976) hefur kannað út-
breiðslu öskulags H-4, en fann það
ekki í byggð í Vestur-Skaftafellssýslu,
austan Mýrdalssands. Þetta lag finnst í
jarðvegssniðum ofan á Rauðabergs-
og Núpahraununt og er þar 10—40 cm
ofan við efra borð hraunanna. Þau eru
því bæði af svipuðum aldri og Bergs-
vatnsáahraunin, líklega um 4000 ára
gömul.
Upptök Ijósa öskulagsins eru
óþekkt en líkur benda til, að það sé
komið af Þórðarhyrnusvæðinu því það
þykknar og verður grófara eftir því
sem nær dregur Grænalóni. Þar er lítt
þekkt megineldstöð, sem oft hefur
gosið á sögulegum tíma, síðast 1903. Á
Þórðarhyrnusvæðinu eru nokkur jök-
ulsker og er súrt berg í þeim öllum.
Eins og að ofan greinir, korna Berg-
vatnsáahraunin undan Vatnajökli og
upptök þeirra eru einhvers staðar und-
ir honum. Talið er að jöklar hafi verið
einna minnstir á nútíma fyrir 2500-
5000 árum (Þorleifur Einarsson 1968)
og fellur það vel að aldri hraunanna.
Kristinn Einarsson jarðfræðingur
hefur gert mér þann greiða að mæla
flatarmál hraunanna með aðstoð tölvu
(Tafla I). Að vísu er hluti af hraunun-
um undir Vatnajökli og því ekki hægt
að finna heildarflatarmál þeirra. Töl-
urnar, sem hér eru birtar miðast við 1.
mynd, og þar eru jaðrar Vatnajökuls
teiknaðir eftir loftmyndum frá 1945 —
46 og aftur eftir loftmyndum frá 1979.
Á þessum liðlega 30 árum hörfaði
jökuljaðarinn unt 500 til 600 m og
undan honum kom 1.13 knr af
hraununum. Heildarflatarmál beggja
hraunanna er 10.7 km; og rúmmál 0.07
km’.
ÖLKELDUR í GRÆNAFJALLI
Þegar staðið er niður á aurunum
framan við „Grænalónsjökul" sjást til-
sýndar rauðgular skellur í austasta
„Smágilinu". Þegar nánar er að gáð,
kemur í ljós, að þetta eru kalkskellur
við ölkeldur (5. mynd). Á 1. mynd er
afstaða ölkeldnanna sýnd. Þær eru all-
ar í um 700 m hæð og því ofan við efstu
strandlínuna.
Austustu ölkeldurnar, sem fundust,
eru í „Taumagili“. Ofan við strand-
línuna dýpkar gilið og hefur þar sorfið
sig niður og er sums staðar 30-40 m
djúpt. Undir hömrunum er brattur
móbergsflái, sem mjög erfitt er að fóta
98