Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 84
192. Safamýri, Ásahr., Djúpárhr., Rang. (1) Frakkavatn, Kringlutjörn, Kálfslækur og nálæg
votlendi. (2) Gróðurmikil vötn, mýrlcndi. Mikilvægur viðkomustaður farfugla. (3)
Landslagsvernd og alfriðun fugla æskileg.
193. Veiðivötn, Rang. (1) Veiðivötn og umhverfi þeirra, milli Vatnaalda og Snjóöldufjall-
garðs suður að Tungnaá og norður að Svartakambi. (2) Fagurt og sérkennilegt landslag
nteð fjölskrúðugu lífríki á hálendi. Vinsælt útivistarsvæði. (3) Friðlýsing æskileg.
194. Kerlingarfjöll, Árn. (1) Fjallaklasi á afrétti Biskupstungnamanna. (2) Stórbrotið
landslag og mikill jarðhiti. Svæðið er vinsælt til skíðaiðkana og gönguferða. (3)
Landslagsvernd æskileg.
195. Fossar í Þjórsárdal, Gnúpverjahr., Árn. (1) Hjálparfoss, Gjárfoss, Háifoss og Granni.
ásamt nánasta umhverfi þeirra. (2) Háifoss með Granna er talinn næsthæsti foss
landsins. Hjálparfoss og Gjárfoss eru fagrir fossar á vinsælu útivistarsvæði. (3) Friðlýs-
ist sem náttúruvætti.
196. Helgafell og Eldfell, Vestmannaeyjum. (1) Eldfjöllin bæði, hluti af nýja hrauninu og
„Flakkarinn" við Skans. (2) Stórfenglegt landslag og fræðandi um myndun og mótun
lands. (3) Landslagsvernd æskileg.
197. Pollengi, Biskupstungnahr., Árn. (1) Pollengi allt norður og austur undir Krók og
Galtalæk. Tunguey og Hrosshagavík. (2) Margvísleg votlendi með fjölbreyttu
gróðurfari og miklu fuglalífi. (3) Svæðið er svo til ósnortið, og er æskilegt að svo verði
áfram.
198. Brúarhlöð, Hrunamannahr., og Biskupstungnahr., Árn. (1) Árgljúfur Hvítár frá Brú-
arhlöðum upp að Ármótum (Hvítá — Fossá), ásamt um 200 m belti beggja vegna
árinnar. (2) Tilkomumikið gljúfur með kjarri- og skógi vöxnum bökkum. (3) Forðast
ber röskun á gróðri og jarðmyndunum.
199. Austurbakki Hvítárgljúfurs, Biskupstungnahr., Árn. (1) Austurbakki Hvítárgljúfurs,
ásamt um 1 km breiðri spildu austur af því, frá Þorsteinshöfða að Háöldu við Tungu-
fell. (2) Fjölbreytt landslag með skóglendi í umsjá Landgræðslu ríkisins. (3) Æskilegt
að svæðið verði hluti af friðlandinu við Gullfoss.
200. Þjófadalir og Jökulkrókur, Biskupstungnahr., Árn. (1) Þjófadalir, ásamt jökulvana
landi vestur að Langjökli. Að norðanverðu liggja mörkin um Rauðkoll og Þröskuld,
jaðar Kjalhrauns að austanverðu og Innra- og Fremra-Sandfell að sunnanverðu. (2)
Grösug dalverpi í yfir 600 m y. s. Stórskorið og sérkennilegt landslag í nánd við jökul.
(3) Landslags- og gróðurvernd æskileg.
201. Laugarvatn, Laugardalshr., Árn. (1) Vatnið, bakkar þess, mýrlendi við Djúpárós og
fenjasvæði norðaustanvert við vatnið. (2) Stöðuvatn og votlendi umhverfis það, að
einhverju leyti undir áhrifum frá jarðhita. Gróskumikill gróður og fundarstaður
sjaldgæfra jurta. (3) Vernd landslags og lífríkis æskileg.
202. Tintron, Laugardalshr., Árn. (1) Tintron í Reyðarbarmshrauni sunnan við Stóra-
Dímon. (2) Um 20 m djúpur hraunketill. (3) Friðlýsist sem náttúruvætti.
74