Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 38
Einnig nýtast þessar sykrur plöntunni, þegar vöxtur hefst að vori áður en ljóstillífun hefur fyllilega náð sér á strik. Ýmsar athuganir benda til þess að daglengd stjórni því hvenær forða- söfnun hefst, því komið hefur í ljós að daglengd hefur bein áhrif á frostþol plantna (sjá t. d. Pohjakallio o. fl. 1960, Klebesadel 1971). Bein áhrif daglengdar á vaxtarform íslensku og bresku língresisstofnanna var einnig könnuð í ræktunarskápum í Reading (Áslaug Helgadóttir 1981). I ljós kom að vaxtarform bresku stofnanna breyttist, ef dagur var styttri en 10 klst., en vaxtarform íslensku stofnanna breyttist, ef dagur var 16 klst. eða styttri. í Rothamsted er dag- ur 10 klst. í lok nóvember, en á Islandi er dagur 16 klst. um mánaðamótin ágúst-september (2. mynd). Það er einmitt sá tími þegar plönturnar verða að harðna fyrir veturinn í löndunum tveimur. Á Korpu hefur forðasöfnun bresku stofnanna því ekki hafist að marki fyrr en dagur varð styttri en 10 stundir, en það varð í fyrri hluta nóv- ember, löngu eftir fyrstu frost. Gæti hér hugsanlega verið komin skýring á hinum mikla vetrardauða þessara plantna á Korpu. Athyglisvert er að breska vallar- sveifgrasið var vetrarþolnara en lín- gresið á Korpu. Verið getur að neð- anjarðarstönglar sveifgrassins geri plöntunni kleift að lifa af harða vetur og að forði, sem í þeim er, nýtist við vöxt að vori. Hver svo sem skýringin er benda niðurstöður þessar ótvírætt til þess að tegundirnar tvær hafi að- lagast vetrarkuldum með mismunandi hætti. Skrið grasa á norðurslóðum er bæði háð daglengd og hitastigi (Cooper 1951, 1952). Myndbreyting geldra sprota í frjóa sprota stjórnast aðallega af daglengd, en hitastig stjórnar að mestu hversu hratt blómsprotinn þroskast. V allarsveifgrasstof narnir skriðu ekki allir á sama tíma í Rea- ding. Villtu stofnarnir frá Gullfossi og Skálafelli skriðu fyrst, næstir komu stofnarnir frá Rothamsted og Sáms- stöðum og síðast stofnarnir frá Akur- eyri. Á Korpu skriðu allir stofnar miklu seinna en í Reading. Villtu stofnarnir skriðu einnig fyrstir þar, en bresku stofnarnir ráku lestina. Dagur var um 16 stundir í Reading en 23 stundir á Korpu þegar stofnarnir skriðu. Því er ljóst að daglengd er ekki eini mikilvægi þátturinn sem stjórnar skriði hjá vallarsveifgrasi. Hitastig hef- ur þarna augljóslega einhver áhrif líka. Stofnarnir frá Skálafelli og Gullfossi, sem koma úr kaldri vist, skriðu á undan öðrum íslenskum stofnum. Þar er vaxtarskeiðið stutt og vaxtarferlinum verður að ljúka á skemmri tíma en í byggð. Bresku stofnarnir þurfa á hinn bóginn hærra hitastig til að þroska punt, fyrst þeir skriðu talsvert seinna en íslensku stofnarnir á Korpu. Sennilega hefur verið minni forðanæring hjá þessum stofnum um vorið en íslensku stofnun- um, vegna þess hve forðasöfnun hefst seint á haustin hjá suðlægum stofnum, eins og rakið var að framan. Skrið krefst orku og getur því ekki orðið fyrr en meiri sykrur hafa myndast við ljós- tillífun með hækkandi hitastigi að vori. Allir íslensku língresisstofnarnir skriðu miklu seinna en bresku stofn- arnir í Reading, gagnstætt því sem var hjá vallarsveifgrasi. Þessar niðurstöð- 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.