Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 38
Einnig nýtast þessar sykrur plöntunni,
þegar vöxtur hefst að vori áður en
ljóstillífun hefur fyllilega náð sér á
strik. Ýmsar athuganir benda til þess
að daglengd stjórni því hvenær forða-
söfnun hefst, því komið hefur í ljós að
daglengd hefur bein áhrif á frostþol
plantna (sjá t. d. Pohjakallio o. fl.
1960, Klebesadel 1971). Bein áhrif
daglengdar á vaxtarform íslensku og
bresku língresisstofnanna var einnig
könnuð í ræktunarskápum í Reading
(Áslaug Helgadóttir 1981). I ljós kom
að vaxtarform bresku stofnanna
breyttist, ef dagur var styttri en 10
klst., en vaxtarform íslensku
stofnanna breyttist, ef dagur var 16
klst. eða styttri. í Rothamsted er dag-
ur 10 klst. í lok nóvember, en á Islandi
er dagur 16 klst. um mánaðamótin
ágúst-september (2. mynd). Það er
einmitt sá tími þegar plönturnar verða
að harðna fyrir veturinn í löndunum
tveimur. Á Korpu hefur forðasöfnun
bresku stofnanna því ekki hafist að
marki fyrr en dagur varð styttri en 10
stundir, en það varð í fyrri hluta nóv-
ember, löngu eftir fyrstu frost. Gæti
hér hugsanlega verið komin skýring á
hinum mikla vetrardauða þessara
plantna á Korpu.
Athyglisvert er að breska vallar-
sveifgrasið var vetrarþolnara en lín-
gresið á Korpu. Verið getur að neð-
anjarðarstönglar sveifgrassins geri
plöntunni kleift að lifa af harða vetur
og að forði, sem í þeim er, nýtist við
vöxt að vori. Hver svo sem skýringin
er benda niðurstöður þessar ótvírætt
til þess að tegundirnar tvær hafi að-
lagast vetrarkuldum með mismunandi
hætti.
Skrið grasa á norðurslóðum er bæði
háð daglengd og hitastigi (Cooper
1951, 1952). Myndbreyting geldra
sprota í frjóa sprota stjórnast aðallega
af daglengd, en hitastig stjórnar að
mestu hversu hratt blómsprotinn
þroskast. V allarsveifgrasstof narnir
skriðu ekki allir á sama tíma í Rea-
ding. Villtu stofnarnir frá Gullfossi og
Skálafelli skriðu fyrst, næstir komu
stofnarnir frá Rothamsted og Sáms-
stöðum og síðast stofnarnir frá Akur-
eyri. Á Korpu skriðu allir stofnar
miklu seinna en í Reading. Villtu
stofnarnir skriðu einnig fyrstir þar, en
bresku stofnarnir ráku lestina. Dagur
var um 16 stundir í Reading en 23
stundir á Korpu þegar stofnarnir
skriðu. Því er ljóst að daglengd er ekki
eini mikilvægi þátturinn sem stjórnar
skriði hjá vallarsveifgrasi. Hitastig hef-
ur þarna augljóslega einhver áhrif
líka. Stofnarnir frá Skálafelli og
Gullfossi, sem koma úr kaldri vist,
skriðu á undan öðrum íslenskum
stofnum. Þar er vaxtarskeiðið stutt og
vaxtarferlinum verður að ljúka á
skemmri tíma en í byggð. Bresku
stofnarnir þurfa á hinn bóginn hærra
hitastig til að þroska punt, fyrst þeir
skriðu talsvert seinna en íslensku
stofnarnir á Korpu. Sennilega hefur
verið minni forðanæring hjá þessum
stofnum um vorið en íslensku stofnun-
um, vegna þess hve forðasöfnun hefst
seint á haustin hjá suðlægum stofnum,
eins og rakið var að framan. Skrið
krefst orku og getur því ekki orðið fyrr
en meiri sykrur hafa myndast við ljós-
tillífun með hækkandi hitastigi að vori.
Allir íslensku língresisstofnarnir
skriðu miklu seinna en bresku stofn-
arnir í Reading, gagnstætt því sem var
hjá vallarsveifgrasi. Þessar niðurstöð-
28