Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 216
riti um Náttúru íslands ætti auðvitað að
vera sérstakur kafli um náttúruvernd.
Broslegt er að sjá hvernig útgefendur
hafa kosið að endurnýja kafla Jóns Ey-
þórssonar um veðurfar og jökla. Þeir hafa
fengið Hlyn Sigtryggsson og Helga Björns-
son til að rita viðauka við kaflana, og
verður þetta hálf böngulegt.
Veðurfar á íslandi mætti setja í víðara
samhengi en þarna er gert, tengja það við
skil milli hlýrra og kaldra loftmassa, braut-
ir lægða og annað þess háttar. Teiknaðar
skýringarmyndir mættu vera mun fleiri
með báðum köflunum.
Enn eitt endurskoðunarklambrið getur
að líta í kafla Sigurjóns Rist um vötn.
Hann er út af fyrir sig vel og skemmtilega
skrifaður og árnar gæddar miklum per-
sónutöfrum, en kaflinn er e. t. v. of ein-
skorðaður við straumvötn. Stöðuvötn virð-
ast lítið annað en flatarmál og dýpi í aug-
um höfundar, og Sigurjón minnist ekki á
tilraunir, sem gerðar hafa verið til að
flokka þau.
Sigurjón rekur fornar heimildir um dýpi
Mývatns, en skv. þeim grynnist vatnið
um u. þ. b. 2,5 sm á ári. Þetta á ekki við
rök að styðjast, en var mikið hampað á
sínum tíma til að réttlæta byggingu Kísil-
iðjunnar. Einn og hálfur mm á ári eða 15
sm á öld er mun nær sanni.
Bjarni Helgason skrifar „mola um jarð-
vegsfræði og jarðveg á íslandi“. Það er ef
til vill táknrænt, að þessi kafli er nokkuð
tyrfinn. Dæmi: ,,Lífrœn efni jarðvegsins
eru að uppruna til nœstum eingöngu meira
eða minna rotnaðar jurtaleifar. Ferskt loft
og hvernig það nœr að leika um jurtaleif-
arnar veldur að öðru jöfnu mestu um starf-
semi rotnunargerlanna og hve hratt þessar
leifar rotna eða eftir atvikum safnast fyrir,
sem gerist, ef loftleysi hindrar rotnun".
Mig grunar, að of iítið sé gert úr þætti
jarðvegsdýra í þessum orðum eins og ann-
ars staðar í kaflanum. Þá er ekki vikið að
myndun þúfna, rústa og frostsprungureita,
og er það miður. í ritskrána vantar einnig
tilvísanir í rit um þetta efni.
Kafii Eyþórs Einarssonar um grös og
gróður er lítið eitt lagfærður kafli fyrri
útgáfunnar. Sem kafli um háplöntur er
hann allgóður og auk þess vel skrifaður.
Lágplöntur, þ. e. þörungar, mosar, svepp-
ir og fléttur, fá hins vegar allt of lítið rúm.
Æskilegast hefði verið að sérstakir kaflar
fjölluðu um þessa plöntuflokka, enda frá
nógu að segja. Þá saknaði ég þess, að getið
væri nýlegrar bókar um kísilþörunga á Is-
landi.
Kafli Ingva Þorsteinssonar um gróður-
eyðingu og endurheimt landgæða er þarft
innlegg í umhverfismálaumræðu hér á
landi. Höfundur ræðir lítillega um fram-
ræslu votlendis og mælir henni bót en lætur
undir höfuð leggjast að ræða ókosti henn-
ar. Það er t. d. eftirtektarvert, að bændum
ber saman um að mófuglum hafi fækkað á
síðustu áratugum, og heyrir til undantekn-
inga ef þeir kenna ekki minknum um.
Þeim yfirsést jafnan, að á þessum tíma
hafa þeir sjálfir valdið stórfelldri röskun á
votlendinu, en mýrarnar eru einmitt und-
irstaða fuglalífsins.
Kafla Ingimars heitins Óskarssonar um
dýralíf á landi og í vötnum hefur lítið verið
breytt í nýju útgáfunni. Árangurinn er úr-
eltur kafli með lélegum myndum, sem á
ekkert erindi til náttúruunnenda nú á tím-
um. Það er engu líkara en að dýrafræðing-
ar hafi lagt upp laupana fyrir þremur ára-
tugum og engar rannsóknir verið gerðar á
fuglastofnum, vatnalífi, skordýrum og
ferskvatnsfiskum og að vistfræðileg við-
horf hafi ekki náð fótfestu hér á landi.
Ritskráin gefur hið sama til kynna: Veröld-
in í vatninu eftir Helga Hallgrímsson; rit
Landverndar um Villt spendýr, Fugla og
Votlendi; rit Lindroths o. fl. um dýralíf á
Suðurlandi og fjöldi styttri ritgerða, — það
er eins og þetta hafi aldrei séð dagsins ljós.
Það sem höfundur segir um uppruna og
aðflutning landfánunnar og dýrategundir
sem lifað hafa af ísöld er úrelt, og er
lesandanum hollast að hlaupa yfir þá kafla.
Svo er að skilja, að litarafbrigði refsins
séu ráðgáta. Um það gilda þó einfaldar
erfðafræðireglur þannig að hvíta litaraf-
brigðið er víkjandi fyrir hinu mórauða.
Ekki verðskuldar rebbi heldur að vera
kallaður óþurftardýr, eins og Ingimar ger-
ir. Hann er löngu hættur að valda mönnum
búsifjum, og er með öllu óskiljanlegt það
196