Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 71
51. Rauðamelsölkelda, Eyjahr., Hnapp. (1) Ölkeldan og næsta nágrenni hennar. (2) Ein
af merkari ölkeldum á landinu. (3) Forðast ber röskun á ölkeldunni og nágrenni
hennar.
52. Ölkelda, Staðarsveit, Snæf. (1) Ölkelda við samnefndan bæ í Staðarsveit. (2) Ósnortin.
snotur ölkelda. (3) Friðlýsist sem náttúruvætti.
53. 'l'jörn við Ytri-Garða. Staðarsveit, Snæf. (1) Tjörnin og votlendi við hana sunnan við
bæinn. (2) Mikill gróður er í tjörninni og umhverfis hana. og finnast þar sjaldgæfar
plöntutegundir. Auðugt dýralíf. (3) Æskilegt að tjörnin fái að haldast í núverandi
mynd.
54. Lýsuhóll, Staðarsveit, Snæf. (1) Hallamvri, laug og kalkútfellingar við Lýsuhól. (2)
Óvenjulegt gróðurfar, sjaldgæfar plönlur og sérstæð kalkútfelling við laugina. (3)
Friðlýsing æskileg.
55. Undir Jökli, Breiðuvíkurhr., Snæf. (1) Lönd allmargra býla vestan Snæfellsjökuls frá
Skarðsvík að norðan að Dagverðará að sunnan. (2) Mjög fjölbreytilegt landslag við
rætur tignarlegs eldfjalls. (3) Undirbúningur er hafinn að friðlýsingu svæðisins.
56. Kerlingarfoss, Neshr., Snæf. (1) Kerlingarfoss suðaustur af Ingjaldshóli og umgjörð
hans. (2) Hár og vatnsmikill foss með stuðlabergsþili til beggja handa. (3) Friðlýsist
sem náttúruvætti.
57. Búlandshöfði, Fróðárhr., Eyrarsveit, Snæf. (1) Setlög í Búlandshöfða. (2) Af jarð-
lögum þessum varð fvrst ráðið, að ísöldin var ekki samfelldur fimbulvetur. Töluvert er
þar af steingerðum skeljum. (3) Forðast ber að raska þessum jarðiögum.
58. Stöð (Brimlárhöfði), Eyrarsveit, Snæf. (1) Setlög í austurhlíð fjallsins. (2) Setlög með
skeljum og blaðförum, sem myndast hafa á hlýskeiði á ísöld. (3) Forðast ber hvers-
konar rask.
59. Kvernárkampur, Eyrarsveit, Snæf. (1) Kvernárkampur (Grundarkampur) fyrir botni
Grundarfjarðar. (2) Fallegur malarkambur, hindrar landbrot í landareign Kvernár.
(3) Æskilegt að efnistaka spilli ekki heildarsvip kambsins.
60. Berserkjahraun, HraunsQörður og nálæg vötn, Helgafellssveit, Snæf. (1) Berserkja-
hraun og Hraunsfjörður ásamt Hraunsfjarðarvatni, Baulárvallavatni, Selsvatni og
Hraunsholtsvatni. (2) Stórbrotið apalhraun með gíghólum og söguminjum, Berserkja-
götu og Berserkjadys. Veiðivötn. Svæðið er í heild kjörið til útivistar. (3) Landslags-
og gróðurvernd æskileg. Efnistöku úr gighólum í hrauninu þarf að binda við ákveðna
staði.
61. Helgafell, Helgafellssveit, Snæf. (1) Fellið og nánasta umhverfi. (2) Sérkennilegt
klettaholt, stuðluð gosrásarfylling. Fagurt útsýni og fjölbreyttur gróður í hlíðum.
Söguhelgi. (3) Friðlýsist sem náttúruvætti.
62. Fjörur í Álftafirði, Vigrafirði og Hofsstaðavogi, Helgafellssveit, Skógarstrandarhr.,
Snæf. (1) Fjörur og grunnsævi í Álftafirði og Vigrafirði á móts við Helgafellseyjar og í
Hofsstaðavogi út að Jónsnesi og Kóngsbakka. (2) Miklar og frjósamar leirur og þang-
fjörur. Mikil umferð farfugla. (3) Forðast ber röskun lífríkis.
63. Breiðafjarðareyjar, Snæf., Dal., A.- og V.-Barð. (1) Eyjar allar. hólmar og sker á
Breiðafirði. (2) Miklar fuglabyggðir, selalátur, auðugar fjörur. (3) Æskilegt að settar
61