Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 150
sem Ögmundarhraun, Nýjahraun
(Kapelluhraun) og Gvendarselshraun
hafi öll orðið í einni goshrinu, sem þá
hafi orðið á fyrri hluta 11. aldar. Því
má svo bæta við, að vel gætu fleiri gos
hafa orðið um svipað leyti eða samtím-
is víðar á Reykjanesskaga og skal nán-
ar að því vikið síðar. Sjá ennfremur
töflu I hér á eftir.
Afstapahraun
Aður hef ég leitt nokkur rök að því
(Jón Jónsson 1978) að nafnið á þessu
hrauni sé afbökun úr Arnstapa — enda
er hitt nafnið lítt skiljanlegt.
Ekkert hefur verið vitað með vissu
unr aldur þessa hrauns. Þorvaldur
Thoroddsen (1925, bls. 187) segir
raunar að það sé „in aller Wahrs-
cheinlich nach bei Ausbrucken in hist-
orischer Zeit hervorgebrochen“, en
ekki fer hann í þessu eftir öðru en
unglegu útliti hraunsins.
I norðanverðu hrauninu eru nokkrir
óbrennishólmar og eftir að athuganir
meðfram vesturbrún hraunsins höfðu
ekki borið árangur, leituðum við Sig-
mundur Einarsson jarðfræðingur fyrir
okkur nyrst í einum þessara hólma.
Eftir að hafa grafið á nokkrum stöðum
við hraunröndina töldum við okkur
hafa fundið landnámslagið, sem liggur
inn undir hraunið. Þar eð ég var ekki
fyllilega ánægður með sniðið fór ég
aftur á staðinn og gróf lengra inn undir
hraunið. Þar fann ég landnámslagið
mjög greinilegt með þess einkennum,
Ijóst að neðan en dökkt að ofan. Þetta
má vel greina á ljósmyndinni (5.
mynd) ef hún prentast sæmilega. Þar
með er ljóst að Afstapahraun er runn-
ið á sögulegum tíma. Ekki heppnaðist
að finna gróðurleifar nothæfar til
aldursákvörðunar.
A rnarseturshraun
Hraun þetta hefur komið upp í
tveim gígum og ber sá þeirra senr hæst-
ur er nafnið Arnarsetur. Hraunið hef-
ur ótvíræða dyngjulögun, einkum séð
vestan frá, en bergfræðilega er það
skyldara sprunguhraunum. Þetta hef-
ur verið allmikið gos. Hraunið þekur
senr næst 22 km2 og telst samkvæmt
því 0,44 km’, en sennilega er sú tala
talsvert of lág því hraunið er greinilega
nrjög þykkt á stóru svæði kringum eld-
varpið. Eldra hraun, sem aðeins sést í
smá óbrennishólma bendir til þess að
áður hafi gosið á þessum sanra stað. í
sambandi við jarðfræðikortlagningu
kom í ljós að Arnarseturshraun hlaut
að vera yngst allra hrauna á þessu
svæði. Það vakti grun um að það gæti
verið frá sögulegum tíma.
Út frá þeim skráðu heimildum, sem
til eru, virtist liggja beinast fyrir að
ætla að gos þetta hafi orðið 1660 og sé
það, sem getið er um í annál Gunn-
laugs Þorsteinssonar fyrir árið 1661,
Vallholtsannál, (Annálar 1400—1800)
sem getur um eldgos í Grindavíkur-
fjöllum þetta ár. Sú var og niðurstaða
mín (Jón Jónsson 1978, bls. 258—9).
Hins vegar hafa nú rannsóknir leitt í
Ijós að svo getur ekki verið, og er
hraunið talsvert eldra, en eigi að síður
frá sögulegum tíma.
Óbrennishólmi einn lítill er skammt
fyrir neðan Litlaskógfell og eftir ár-
angurslausa leit á nokkrum stöðum
fórum við Sigmundur Einarsson jarð-
fræðingur og grófum þar við
hraunröndina. Fundum við þar bæði
landnámslagið og Kötlulagið, hið fyrra
134