Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 9
síns, líkt og margir aðrir sem bornir eru og barnfæddir í nánum tengslum við náttúruna í hinum dreifðu byggð- um þess. Hann lærði snemma að festa yndi við athuganir á plöntum og gróðurfari og byrjaði ungur að safna plöntum; í söfnum eru til plöntur sem hann safnaði á milli tektar og tvítugs heima á Klængshóli. Lítill vafi er á að þessi áhugi hefur eflst og dafnað árin sem hann var í Gagnfræðaskólanum á Akureyri og lærði grasafræði hjá Stefáni Stefánssyni, skólameistara og grasafræðingi, sem hafði rúmum ára- tugi áður gefið út Flóru íslands og var þessi árin að semja kennslubók sína í grasafræði, Plönturnar, en Ingimar lauk gagnfræðaprófi vorið 1913, sama árið og Plönturnar komu út. Á þessum árum byrjaði Ingimar rannsóknir sínar á blómplöntum og byrkningum í flóru landsins, en þá var hann um tvítugt; þetta staðfestir hann sjálfur í yfirlitsgrein sem hann skrifaði í Náttúrufræðinginn 1943 um rann- sóknir sínar, þrjátíu ára yfirliti eins og hann kallar það, en þar miðar hann upphaf þeirra við árið 1912. Fyrsta áratuginn beindust rannsóknir Ingi- mars að heimaslóðum, Svarfaðardal, en í plöntusafni hans, sem íslenska ríkið keypti og varðveitt er á Nátt- úrufræðistofnun íslands, er þó að finna nokkrar plöntur sem hann hefur safnað víðar í Eyjafjarðarsýslu þessi ár. Fljótlega gerði hann sér grein fyrir því að þótt ýmislegt hefði verið vel gert síðustu þrjá — fjóra áratugina áður, og það afrek unnið að skrifa og gefa út Flóru íslands, þá vantaði enn- þá mikið á að útbreiðsla einstakra tegunda væri nægilega vel þekkt, og reyndar óvíst að enn hefði tekist að finna allar þær tegundir sem yxu villtar á landinu. Þess vegna hvarf hann að því ráði, eins og hann segir sjálfur í áðurnefndu yfirliti, að velja eitt og eitt byggðarlag í senn til ýtarlegra rann- sókna á flóru þess, enda þótt það væri svo mikið verk sem hann var að færast í fang að hann sæi fram á að honum myndi „ekki endast aldur til þess að fara um landið nema að litlum hluta“. Árið 1922 byrjaði Ingimar svo á þessum flórurannsóknum í öðrum hér- uðum og sýslum fyrir alvöru. Því var reyndar ekki að fagna að hann gæti gefið sig að því starfi óskiptur, því fyrir það fékk hann ekki greidd nein laun, og fyrstu árin mun hann hafa þurft að greiða allan kostnað við þessar ferðir sínar sjálfur. En sumarið 1925 fékk hann í fyrsta skipti styrk til rann- sóknanna úr Sáttmálasjóði íslands og frá 1931 mun hann mörg sumur hafa haft einhvern styrk frá Menning- arsjóði. Fyrstu rannsóknaferð sína fór Ingi- mar um Mývatnssveit og Laxárdal og þá næstu árið 1924 um Reykjavík og nágrenni. Þriðju ferðina fer hann svo árið 1925 um skagann milli Isafjarðar og Mjóafjarðar við Djúp, einnig um nágrenni Isafjarðarkaupstaðar við Skutulsfjörð, en flóra og gróðurfar þessa svæðis hafði ekki verið rannsak- að áður að neinu ráði. Það var um rannsóknirnar í þessari ferð sem Ingi- mar skrifaði sína fyrstu grein, sem er býsna ýtarleg þegar haft er í huga að hann hafði ekki nema mánuð til rann- sóknanna. Greinin birtist í danska tímaritinu Botanisk Tidsskrift árið 1927, er 45 blaðsíðna löng og skrifuð á dönsku. Megin efni greinarinnar er skrá yfir þær 214 tegundir háplantna 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.