Náttúrufræðingurinn - 1983, Síða 9
síns, líkt og margir aðrir sem bornir
eru og barnfæddir í nánum tengslum
við náttúruna í hinum dreifðu byggð-
um þess. Hann lærði snemma að festa
yndi við athuganir á plöntum og
gróðurfari og byrjaði ungur að safna
plöntum; í söfnum eru til plöntur sem
hann safnaði á milli tektar og tvítugs
heima á Klængshóli. Lítill vafi er á að
þessi áhugi hefur eflst og dafnað árin
sem hann var í Gagnfræðaskólanum á
Akureyri og lærði grasafræði hjá
Stefáni Stefánssyni, skólameistara og
grasafræðingi, sem hafði rúmum ára-
tugi áður gefið út Flóru íslands og var
þessi árin að semja kennslubók sína í
grasafræði, Plönturnar, en Ingimar
lauk gagnfræðaprófi vorið 1913, sama
árið og Plönturnar komu út.
Á þessum árum byrjaði Ingimar
rannsóknir sínar á blómplöntum og
byrkningum í flóru landsins, en þá var
hann um tvítugt; þetta staðfestir hann
sjálfur í yfirlitsgrein sem hann skrifaði
í Náttúrufræðinginn 1943 um rann-
sóknir sínar, þrjátíu ára yfirliti eins og
hann kallar það, en þar miðar hann
upphaf þeirra við árið 1912. Fyrsta
áratuginn beindust rannsóknir Ingi-
mars að heimaslóðum, Svarfaðardal,
en í plöntusafni hans, sem íslenska
ríkið keypti og varðveitt er á Nátt-
úrufræðistofnun íslands, er þó að
finna nokkrar plöntur sem hann hefur
safnað víðar í Eyjafjarðarsýslu þessi
ár. Fljótlega gerði hann sér grein fyrir
því að þótt ýmislegt hefði verið vel
gert síðustu þrjá — fjóra áratugina
áður, og það afrek unnið að skrifa og
gefa út Flóru íslands, þá vantaði enn-
þá mikið á að útbreiðsla einstakra
tegunda væri nægilega vel þekkt, og
reyndar óvíst að enn hefði tekist að
finna allar þær tegundir sem yxu villtar
á landinu. Þess vegna hvarf hann að
því ráði, eins og hann segir sjálfur í
áðurnefndu yfirliti, að velja eitt og eitt
byggðarlag í senn til ýtarlegra rann-
sókna á flóru þess, enda þótt það væri
svo mikið verk sem hann var að færast
í fang að hann sæi fram á að honum
myndi „ekki endast aldur til þess að
fara um landið nema að litlum hluta“.
Árið 1922 byrjaði Ingimar svo á
þessum flórurannsóknum í öðrum hér-
uðum og sýslum fyrir alvöru. Því var
reyndar ekki að fagna að hann gæti
gefið sig að því starfi óskiptur, því fyrir
það fékk hann ekki greidd nein laun,
og fyrstu árin mun hann hafa þurft að
greiða allan kostnað við þessar ferðir
sínar sjálfur. En sumarið 1925 fékk
hann í fyrsta skipti styrk til rann-
sóknanna úr Sáttmálasjóði íslands og
frá 1931 mun hann mörg sumur hafa
haft einhvern styrk frá Menning-
arsjóði.
Fyrstu rannsóknaferð sína fór Ingi-
mar um Mývatnssveit og Laxárdal og
þá næstu árið 1924 um Reykjavík og
nágrenni. Þriðju ferðina fer hann svo
árið 1925 um skagann milli Isafjarðar
og Mjóafjarðar við Djúp, einnig um
nágrenni Isafjarðarkaupstaðar við
Skutulsfjörð, en flóra og gróðurfar
þessa svæðis hafði ekki verið rannsak-
að áður að neinu ráði. Það var um
rannsóknirnar í þessari ferð sem Ingi-
mar skrifaði sína fyrstu grein, sem er
býsna ýtarleg þegar haft er í huga að
hann hafði ekki nema mánuð til rann-
sóknanna. Greinin birtist í danska
tímaritinu Botanisk Tidsskrift árið
1927, er 45 blaðsíðna löng og skrifuð á
dönsku. Megin efni greinarinnar er
skrá yfir þær 214 tegundir háplantna
3