Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 43
Haukur Jóhannesson:
Eldgos við Vestmannaeyjar
1637-38
INNGANGUR
Á þessari öld hefur gosið tvisvar
við Vestmannaeyjar, Surtseyjargosið
1963—67 og Heimaeyjargosið 1973.
Óljósar gosfregnir eru frá árinu 1896
um það leyti sem Suðurlandsskjálft-
arnir gengu (Sigurður Þórarinsson,
1965). Þá sást logi upp úr hafinu í
stefnu milli Dranga og Heimaeyjar úr
Landeyjum að sjá og virtist hann vera
sunnan við Hellisey. Heimildir um
þetta gos eru þó fátæklegar og erfitt
hefur reynst að staðsetja eldstöðvarn-
ar eftir þeim upplýsingum, sem nú eru
til.
Því miður hefur jarðfræði Vest-
mannaeyja í heild ekki verið gerð nein
viðhlítandi skil á prenti enn. Vest-
mannaeyjar eru allar taldar tiltölulega
ungar að aldri og eru hluti af megin-
eldstöð, sem er mjög ung á jarðfræði-
legan mælikvarða (Sveinn P. Jakobs-
son 1979).
í þessu greinarkorni verða dregnar
fram í dagsljósið heimildir um fjórða
gosið við Vestmannaeyjar, sem varð
síðla árs 1637 og fyrrihluta 1638.
HEIMILDIR UM ELDGOSIÐ
a. Sjávarborgarannáll
í Sjávarborgarannál stendur m. a.
við árið 1637 (Þorlákur Markússon
1940-48)
„f Novembri og Octobri sáu nokkrir
menn í Landeyjum mikla eldglossa í
sjávarhafinu iðuglega á kvöld og um næt-
ur í heiðbjörtum veðrum, en um allt
Suðurland sáu menn himnisroða mjög
mikla sem eldsglæður um þann tíma
bæði kvöld og morgna."
Þorlákur Markússon í Gröf á Höfð-
aströnd og síðar á Sjávarborg í Skaga-
firði tók saman þennan annál úr öllum
fáanlegum heimildum, sem hann náði
í. Jón Jóhannsson hefur gert grein
fyrir þeim heimildum, sem Þorlákur
notaði (sjá íslenzkir Annálar 1400-
1800, 4. bindi). Þorlákur var fæddur
1692 og dó 1736, en annálinn hóf hann
að rita síðla árs 1727 og vafalítið hald-
ið því áfram til dauðadags þó hann nái
nú ekki lengra en til 1729. Þorlákur
hefur tekið meira og minna orðrétt úr
öðrum annálum og fleiri heimildum
prentuðum og óprentuðum, m. a. úr
nokkrum annálum, sem nú eru týndir.
Hann tekur oft fram úr hvaða heim-
ildum hann hefur upplýsingar sínar.
Ofangreind tilvitnun úr Sjávar-
borgarannál er komin úr annál, sem
séra Gísli Bjarnason, á Stað í Grinda-
vík (1618-1656) reit og mun hafa náð
yfir árin 1628—1655 og verið
samtímaheimild um þá atburði, sem
hann greinir frá. Þessi annáll, sem
nefndur hefur verið Grindavíkurann-
áll, er nú glataður. Þorlákur hefur að-
eins hirt hrafl úr honum, að áliti Jóns
Náttúrufræðingurinn 52 (1-4), bls. 33—36, 1983
33
3