Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 173
töldu flest blöðin tilheyra Acer
crenatifolium Ettingshausen, en gáfu í
skyn, að um fleiri en eina tegund gæti
verið að ræða, þó að þeir nafngreindu
ekki fleiri.
Af þessu má sjá, að menn hafa ekki
verið sammála um nafngiftir á hlyn-
leifurn úr íslenskum jarðlögum og
a. m. k. sex tegundaheiti hafa kornið
fram.
VANDAMÁLVARÐANDI
GREININGU
Greining hlyntegunda er mjög
vandasöm, einkum ef aðeins um blöð
er að ræða. Breytileiki blaða hjá einni
tegund getur verið svo mikill, að hann
brúi bilið til náskyldra tegunda. Teg-
undargreining, sem byggir á fræjum og
frjókornum, er einnig mjög erfið, en
greining aldina virðist auðveldari og er
talin áreiðanlegust. Hins vegar eru
hlynaldin og fræ mun sjaldgæfari í
jarðlögum en blöð og frjókorn, enda
ber hvert hlyntré aðeins nokkur þús-
und aldin og fræ á ári, meðan blöðin
eru í hundruðum þúsunda og frjókorn-
in teljast í milljónum.
Eitt mesta vandamálið við greiningu
steingerðra jurtaleifa er að frjókorn,
aldin, blöð og stönglar finnast sára-
sjaldan föst saman, þannig að öruggt
sé, að viðkomandi hlutar séu af sömu
plöntu og þá sannanlega af sömu teg-
und. Margar hlyntegundir vaxa saman
á frekar afmörkuðum svæðuni og því
er Ijóst, að frjókorn, aldin og blöð
þessara tegunda blandast oft saman,
t. d. ef þessir plöntuhlutar berast út í
nálæg vötn (1. mynd). Engin ástæða er
til að ætla, að þetta hafi verið á annan
veg á fyrri jarðsögutímabilum.
Þær hlynleifar, sem finnast varð-
veittar í jarðlögum, eru yfirleitt frekar
ósamstæðar. Flutningur jurtaleifanna
t. d. með vindi, vatni eða dýrum hefur
mikil og mismunandi áhrif á sam-
setningu og hlutföll þeirra jurtaleifa,
sem varðveitast. Vegna þessara vanda-
mála hafa menn í æ ríkari mæli gefið
frjókornum, aldinum og blöðum mis-
munandi tegundaheiti, jafnvel mis-
ntunandi ættkvíslaheiti, þar til unnt er
að sanna, að viðkomandi plöntuhlutar
séu af sömu plöntunni og þar með
sömu tegund. Mikil umræða er meðal
fornjurtafræðinga um þessi nafngifta-
vandamál.
Núlifandi hlyntegundir eru um það
bil 150 og útdauðar tegundir úr set-
lögum frá tertíertímabili eru unt 50. Út
frá þessum mikla tegundafjölda virðist
sem ættkvíslin hafi þróast allhratt á
tertíer. Jurtaleifar úr íslenskuni tertí-
erlögum hafa verið greindar til ætt-
kvísla og tegunda með því að bera þær
saman við útdauðar og núlifandi plönt-
ur í öðrum löndum, en blaðformið
hefur hér löngum ráðið mestu. En
hvaða líkur eru á því, að hlynblað frá
Brjánslæk sé af sömu tegund og hlyn-
blað úr jarðlögum frá efra-tertíer (mí-
ósentíma) í Tékkóslóvakíu, enda þótt
blöðin séu afar lík? Auðvitað er ekki
hægt að útiloka, að hér sé um sömu
tegund að ræða eins og oft hefur verið
gert ráð fyrir, en með útbreiðsluhætti
núlifandi hlyntegunda í huga og þar
sem lífsskilyrði virðast hafa verið unt
margt ólík í Mið-Evrópu og á íslandi á
efra-tertíer má allt eins telja líklegt, að
hér á landi hafi vaxið hlyntegundir,
sem náðu ekki suður í Mið-Evrópu.
Á íslandi hafa fundist hlynblöð og
aldin í jarðlögum með a. m. k. 4 millj-
157