Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1983, Side 216

Náttúrufræðingurinn - 1983, Side 216
riti um Náttúru íslands ætti auðvitað að vera sérstakur kafli um náttúruvernd. Broslegt er að sjá hvernig útgefendur hafa kosið að endurnýja kafla Jóns Ey- þórssonar um veðurfar og jökla. Þeir hafa fengið Hlyn Sigtryggsson og Helga Björns- son til að rita viðauka við kaflana, og verður þetta hálf böngulegt. Veðurfar á íslandi mætti setja í víðara samhengi en þarna er gert, tengja það við skil milli hlýrra og kaldra loftmassa, braut- ir lægða og annað þess háttar. Teiknaðar skýringarmyndir mættu vera mun fleiri með báðum köflunum. Enn eitt endurskoðunarklambrið getur að líta í kafla Sigurjóns Rist um vötn. Hann er út af fyrir sig vel og skemmtilega skrifaður og árnar gæddar miklum per- sónutöfrum, en kaflinn er e. t. v. of ein- skorðaður við straumvötn. Stöðuvötn virð- ast lítið annað en flatarmál og dýpi í aug- um höfundar, og Sigurjón minnist ekki á tilraunir, sem gerðar hafa verið til að flokka þau. Sigurjón rekur fornar heimildir um dýpi Mývatns, en skv. þeim grynnist vatnið um u. þ. b. 2,5 sm á ári. Þetta á ekki við rök að styðjast, en var mikið hampað á sínum tíma til að réttlæta byggingu Kísil- iðjunnar. Einn og hálfur mm á ári eða 15 sm á öld er mun nær sanni. Bjarni Helgason skrifar „mola um jarð- vegsfræði og jarðveg á íslandi“. Það er ef til vill táknrænt, að þessi kafli er nokkuð tyrfinn. Dæmi: ,,Lífrœn efni jarðvegsins eru að uppruna til nœstum eingöngu meira eða minna rotnaðar jurtaleifar. Ferskt loft og hvernig það nœr að leika um jurtaleif- arnar veldur að öðru jöfnu mestu um starf- semi rotnunargerlanna og hve hratt þessar leifar rotna eða eftir atvikum safnast fyrir, sem gerist, ef loftleysi hindrar rotnun". Mig grunar, að of iítið sé gert úr þætti jarðvegsdýra í þessum orðum eins og ann- ars staðar í kaflanum. Þá er ekki vikið að myndun þúfna, rústa og frostsprungureita, og er það miður. í ritskrána vantar einnig tilvísanir í rit um þetta efni. Kafii Eyþórs Einarssonar um grös og gróður er lítið eitt lagfærður kafli fyrri útgáfunnar. Sem kafli um háplöntur er hann allgóður og auk þess vel skrifaður. Lágplöntur, þ. e. þörungar, mosar, svepp- ir og fléttur, fá hins vegar allt of lítið rúm. Æskilegast hefði verið að sérstakir kaflar fjölluðu um þessa plöntuflokka, enda frá nógu að segja. Þá saknaði ég þess, að getið væri nýlegrar bókar um kísilþörunga á Is- landi. Kafli Ingva Þorsteinssonar um gróður- eyðingu og endurheimt landgæða er þarft innlegg í umhverfismálaumræðu hér á landi. Höfundur ræðir lítillega um fram- ræslu votlendis og mælir henni bót en lætur undir höfuð leggjast að ræða ókosti henn- ar. Það er t. d. eftirtektarvert, að bændum ber saman um að mófuglum hafi fækkað á síðustu áratugum, og heyrir til undantekn- inga ef þeir kenna ekki minknum um. Þeim yfirsést jafnan, að á þessum tíma hafa þeir sjálfir valdið stórfelldri röskun á votlendinu, en mýrarnar eru einmitt und- irstaða fuglalífsins. Kafla Ingimars heitins Óskarssonar um dýralíf á landi og í vötnum hefur lítið verið breytt í nýju útgáfunni. Árangurinn er úr- eltur kafli með lélegum myndum, sem á ekkert erindi til náttúruunnenda nú á tím- um. Það er engu líkara en að dýrafræðing- ar hafi lagt upp laupana fyrir þremur ára- tugum og engar rannsóknir verið gerðar á fuglastofnum, vatnalífi, skordýrum og ferskvatnsfiskum og að vistfræðileg við- horf hafi ekki náð fótfestu hér á landi. Ritskráin gefur hið sama til kynna: Veröld- in í vatninu eftir Helga Hallgrímsson; rit Landverndar um Villt spendýr, Fugla og Votlendi; rit Lindroths o. fl. um dýralíf á Suðurlandi og fjöldi styttri ritgerða, — það er eins og þetta hafi aldrei séð dagsins ljós. Það sem höfundur segir um uppruna og aðflutning landfánunnar og dýrategundir sem lifað hafa af ísöld er úrelt, og er lesandanum hollast að hlaupa yfir þá kafla. Svo er að skilja, að litarafbrigði refsins séu ráðgáta. Um það gilda þó einfaldar erfðafræðireglur þannig að hvíta litaraf- brigðið er víkjandi fyrir hinu mórauða. Ekki verðskuldar rebbi heldur að vera kallaður óþurftardýr, eins og Ingimar ger- ir. Hann er löngu hættur að valda mönnum búsifjum, og er með öllu óskiljanlegt það 196
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.