Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.07.1987, Blaðsíða 1

Náttúrufræðingurinn - 01.07.1987, Blaðsíða 1
Már Vilhjálmsson og Leifur A. Símonarson: För eftir lífverur INNGANGUR Rannsóknir á förum og sporum af líf- rænum toga (lífförum) beinast að hvers kyns ummerkjum, sem hafa orðið til við starfsemi dýra eða plantna, og er sjálf- stæð grein innan jarðfræðinnar. Förin eru greind eftir útliti og gerð (t.d. set- gerð), en ekki eftir því hvaða lífvera myndaði þau. Förin veita sjaldan upplýsingar um út- lit lífveranna, sem skildu þau eftir sig. Hins vegar fáum við nokkra vitneskju um hegðun þeirra, en hún er háð um- hverfisaðstæðum. Myndun flestra fara er bundin ákveðnum umhverfum. Sum verða til í lágorkuumhverfum, en önnur þar sem orka er meiri. Botngerð, fæðu- magn, stöðugleiki umhverfis, setmynd- unarhraði og ýmsir aðrir þættir ráða hér mestu. Hins vegar virðist hitastig ekki hafa eins mikil áhrif á dreifingu faranna, og bendir það til þess að lífverur með mismunandi hitaþol skilji eftir sig eins eða svipuð för. Þrátt fyrir samanburð á förum úr jarð- lögum og förum núlifandi dýra, er sjald- an hægt að heimfæra ákveðna gerð fara til ákveðinnar tegundar. Það hefur þó oft verið reynt, en komið hefur í ljós að ein og sama tegundin getur myndað margs konar för og einnig að ákveðin gerð fara er oft mynduð af ólfkum og óskyldum dýrum (Bromley og Fúrsich 1980). Samt sem áður geta förín veitt okkur ýmsar upplýsingar, sem „venjulegir" steingerv- ingar geta ekki gefið. Flestar gerðir fara finnast í mjög mis- gömlum jarðlögum. Margar eiga upphaf sitt að rekja aftur á forkambríum eða um og yfir 600 milljón ár aftur í tímann. För eftir fornar lífverur er því ekki hægt að nota á sama hátt og einkennissteingerv- inga, en þeir eru bundnir við stutt tíma- skeið og finnist þeir í jarðlögum segja þeir til um aldur þeirra. I umfjöllun um för og spor af Iífrænum toga er eingöngu flokkað í ættkvíslir og tegundir. Skipting í hærri einingar eins og ættir, ættbálka, flokka og fylkingar er erfið, þar sem flokkunin byggir eingöngu á útliti og gerð fara eða spora. Þá er sjaldan skipað í lægri einingar; undirætt- kvíslir, undirtegundir eða afbrigði. För og spor eftir lífverur eru því ekki greind eftir hugsanlegum skyldleika lífveranna, sem myndaði þau, heldur er lögð áhersla á að skilja eðli og gerð faranna. SÖGULEGT YFIRLIT Rannsóknir á förum og sporum eftir lífverur hófust á nítjándu öld, en það er þó fyrst á tveim síðustu áratugunum að þær hafa hlotið það sem kalla má al- menna viðurkenningu. Osgood (1970) skipti rannsóknarsög- unni í þrjá hluta og nefndi þann fyrsta Náttúrufræðingurinn 57 (3). bls. 97-113.1987 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.