Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 40
um síðustu aldamót, og fyrir fáum tugum ára. Líklega mun naumast úr því skorið með óyggjandi vissu að svo komnu, hvaða öfl hafa verið að verki við flutninginn á stórgrýti þessu þang- að fram eftir. Raunar hafa þó jarð- fræðingar yfirleitt talið það framburð jökulhlaups, enda munu engin ein- kenni þess mæla því á mót. Hins vegar hefur og komið fram sú skoðun (Sig- urður Björnsson, Árbók Ferðafél. ísl. 1979) að þetta muni forn jökul- grunnur, (enda ekki svo langt þangað sem slík einkenni eru álitin greinileg). Mundi raunar ekki geta verið um að ræða hvort tveggja? Broturð og síðan framburð eftir jökulhlaup. Þess skal og getið, að svo er sagt að sjómenn hafi orðið varir við hrygg nokkurn úti í sjó fram undan Hólár- aurum. Líklega ekki fjarri að ætla, að hryggur þessi muni framhald af Stóru- grjótum. ÖLDUR Svo heitir melasvæði nokkurt, sem hér skal vakin athygli á í fám orðum, og áður getið. Liggur það milli Kambs- mýrarkambs innarlega og Vattarár, raunar norður fyrir hana á kafla, og nær að Kvíáraur og síðan um það bil austur á móts við Vattarárbrú. Til að sjá og yfir að líta eru Öldurnar ekki áberandi frábrugðnar venjulegum melum og vekja því sennilega lítt at- hygli vegfarenda. Að mestu er yfir- borð þeirra slétt, með stöku farvegum, og að heita má laust við stórgrýti á yfirborði nema innst, ber raunar svip gamallar árkeilu, en halli er allmikiil. Milli Kambsins og Aldanna er lægð nokkur, far eftir jökul að fornu, og hefur útjaðar hans einhverntíma teygt sig spottakorn út yfir innsta hluta þeirra og skilið þar eftir venjulega jökulurð og stórgrýti á víð og dreif, sömuleiðis yfir jaðar Vatnafjallamosa, þ. e. hraunsins. Vattará hefur brotið sér leið norðan við Öldurnar, djúpa lægð, og gegnum nyrsta hluta þeirra út í aurana. Á dá- litlum kafla brýtur hún öðru hverju fersk þversnið í jarðmyndun þessa, og kemur þá í Ijós, að því er virðist, að þarna muni um að ræða framburð eftir jökulhlaup í sambandi við eldgos. A. m. k. er það sennilegast. Þarna er mikið um svarta ösku innan um möl og hnullunga, og mestöll mölin lítið vatnsnúin og sýnilega skammt að kom- in. Mikið af þessu er hörðnuð sam- ryskja, og raunar einhvers konar molaberg er neðar dregur, þó nokkuð sé laust í sér, en vel kann að vera fastara í sér er dýpra kemur. Kemur það ekki síst í ljós þar sem Eystri Kvíá hafði grafið úr Öldunum, sést einnig innarlega við Vattará. Og einhvers konar molabergsklöpp kom í ljós í Vattaráraur þegar grafið var fyrir brú- arstöplum. Svo mun og hafa verið við Kvíárbrú. Þess skal getið, að vikurlagið frá 1362 sést í Öldunum, a. m. k. nálægt Kvíárfarveginum. Einnig í gróðurlendi (Litlumýri) innan við Vattará, sem liggur að vísu lægra en Öldurnar, en er auðsjáanlega miklu yngra en þær, og Vattará hefur grafið lægðina. Raunar duldist ekki staðkunnugum mönnum, a. m. k. á öldinni sem leið að Öldurnar munu framburður jökulhlaups, en héldu þær að vísu frá gosinu á 14. öld. (Sigurður Ingimundarson munnl. uppl.). Vafalaust mun jarðmyndun þessi eða hlaupminjar ná, eða hafa náð nokkuð lengra fram eftir en nú sést, þar sem Eystri Kvíá hefur síðar sorfið undan af Öldunum og jafnframt borið fram aur. 134
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.