Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 53
2. tafla. Nýting ljósorku í prósentum. (James 1963). - Partition of light energy falling upon
the leafofa land plant in % (James 1963).
Tillífun 1
(Light fixed by photosynthesis)
Endurkast + geislun til jarðar 30
(Light reflected or passing through leaf)
Uppgufun vatns 49
(Heat absorbed by transpiration)
Hitageislun frá gróðri 20
(Heat radiated into atmosphere)
Samtals (Total) 100
hins vegar því sem næst hinn sami bæði
árin á aðalsprettutímanum, sem stóð í
um 8 vikur. Var hann um 140 kg/ha/dag
af þurrefni og er það sambærilegt við
það, sem gerist um afkastamikinn gróð-
ur annars staðar, sjá 3. töflu. Skamm-
tímameðaltalið 200, sem gefið er í töfl-
unni, er ágiskunartala. Ef miðað er við
að ljósgeislun hafi verið 420 kal/cm2/dag
hefur nettógeislanýting verið 1,5%. Gert
er ráð fyrir að orkumagn í grasi sé 4500
kal/g þurrefnis, en það er nokkru meira
en í áður tilvitnaðri heimild eftir Mac
Key. Miðað við að þriðjungur tillífaðrar
orku hafi farið í öndun og fimmtungur
vaxtar í rætur verður brúttónýting geisla-
Þurrefni, tonn/ha
orkunnar 2,8%, sem verður að teljast á-
gæt nýting.
ORKA í HEYI
Samkvæmt nýlegum mælingum er
brúttóorka í þurrefni í íslensku heyi
4300-4500 kal/g eða 18,0-18,8 MJ/kg
(Mundell & Tryggvi Eiríksson 1980), sjá
4. töflu. Breytileikinn mun einkum vera
vegna mismunandi öskuinnihalds, sem
er oft 8-12%. Orka í viði er svipuð, enda
er lítill munur á lífrænum efnum í trén-
uðu grasi og viði. í góðum mó getur ork-
an einnig verið svipuð reiknað á þyngd-
areiningu, þrátt fyrir orkumeiri lífræn
efni, vegna þess að hann er öskuríkari.
\
\
\
1. mynd. Vikulegar uppskeru-
mælingar á vallarfoxgrasi á
Korpu, 1979 og 1980. - Crop
(tonnes dry matter Iha) of
Phleum pratense in Reykjavík,
1979 and 1980.
147