Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 42

Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 42
Þrj átíudalastapi Krossnes heitir bær á nesi því er veit inn að Trékyllisvík norðvestan frá. Norður af bænum er hverasvæði upp af svonefndri Laugarvík og hefir þar verið byggð sundlaug og búningsklefar. Þar er börnum í Árneshreppi kennt sund. Sundlaugin var byggð upp úr 1950 og tekin í notkun 1954. Skammt er þar norð- ur að merkjum milli Krossness og Fells en svo nefnist bærinn nyrst á þessu nesi. Landamerkin eru um Hagagarð sem er sunnan við allnokkra vík sem Haga- garðsbás nefnist. Fjaran frá Hagarðsbás að Laugarvík heitir Skjól og er þar hlé í norðanátt og dregur hún nafn þar af. Sauðfé sótti undir Skjólin í norðan áhlaupum. Fjaran er að mestu úr hnull- ungum og möl. Norðarlega undir Skjól- unum er stakur drangur sem nefnist Þrjá- tíudalastapi. Stapinn er um 10 metra hár og 2,5 metrar á lengd að neðan en breikk- ar upp. Hann er liðlega einn metri á breidd. Sú sögn fylgir stapanum, að í fyrndinni hafi fær klettamaður klifið stapann og skilið þar eftir 30 dali, og látið þau ummæli fylgja, að sá sem leikið gæti þetta eftir mætti eiga peningana. Skömmu fyrir síðustu aldamót var stapinn klifinn af eyfirskum sjómanni. Ekki fann hann peningana, sem vonlegt var, en stakk spýtu í raufina sem er ofan í stapann. Árið 1986 klifu þrír ungir menn Þrjátíudalastapa og töldu þeir það auð- velt verk enda vanir bjargmenn. Ekki fundu þeir heldur dalina en spýtan sem eyfirðingurinn hafði stungið þar um árið var horfin, en þeir létu aðra í staðinn. Þeir sem klifu voru Kristmundur og Gissur Skarphéðinssynir og Brynjar Konráðsson allir ættaðir frá Krossnesi. Haukur Jóhannesson Náttúrufrœðistofnun íslands Náttúrufræðingurinn 57 (3), bls. 136,1987 136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.