Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 14
eftir ránsnigla, götunga, kolkrabba eða ígulker. 8. Teredolites-Ásýnd Lífverurnar í þessari ásýnd finnast einkum í rekaviði, trébryggjum og botn- um tréskipa. Förin eru aðallega eftir bor- andi samlokur, svo sem drumbmaðk {Teredo megotara (Hanley)) og trémaðk (Teredonorvegica (Spengler)) (7. mynd, nr. 4). SPOR EFTIR LÍFVERUR í ÍSLENSK- UMJARÐLÖGUM Ekki er hægt að segja að hér á landi hafi farið fram neinar skipulagðar rann- sóknir á förum, sem eru af lífrænum upp- runa. Ef fara af lífrænum toga hefur á annað borð verið getið í rituðu máli hafa þau yfirleitt verið nefnd ormaför og þar við látið sitja (sjá Strauch 1963). Til undantekninga verður þó að telja grein eftir Jóhannes Áskelsson frá 1960, þar sem hann lýsti U-laga rörfyllingum í strandseti í sethnyðlingum frá fyrri hluta ísaldar, en þeir fundust í móbergi í Skammadalskömbum í Mýrdal. Hann taldi fyllingarnar myndaðar af sand- maðki og nefndi þær því Arenicola cf. marina L. Áður hafði Jóhannes (1953) lýst sporum eftir fugl í sandsteini frá fyrri hluta nútíma í Elliðaárdal. Taldi Jóhann- es líklegast, að sporin væru eftir andfugl, t.d. æðarfugl. Ólafur Ingólfsson (1984) fjallaði einnig um steingerð ormaför, sem hann fann í Melabökkum í Borgar- firði. í lýsingum hans á setumhverfum í efsta hluta jarðlaganna í bökkunum má ráða, að lögin séu mynduð í strandnánd. Ólafur nefndi förin Arenicolites, en sú faragerð er algeng í Skolithos-á sýndinni. Þá skal getið ritgerðar eftir Má Vil- hjálmsson (1985), en hún fjallar um skel- dýrafánu setlaganna í Breiðuvík á Tjör- nesi. Þar er gerð úttekt á lífrænu rofi á skeljunum og greind nokkur för, en flest þeirra tilheyra Trypanites-ásýnd. Máþar nefna hringlaga holur í kuðungum og samlokum og er um tvær gerðir að ræða. Önnur er jafnvíð í gegnum skelina og hefur verið greind sem Oichnus simplex Bromley, en hin gerðin, sem einnig er hringlaga, mjókkar inn á við og hefur verið nefnd Oichnus paraboloides Brom- ley (7. mynd, nr. 2). Báðar þessar gerðir fara eða farsteingervinga eru þekktar mörg hundruð milljón ár aftur í tímann. Vitað er, að í dag eru þessar holur gerðar af ránsniglum. Oichnus simplex- gerðin er mynduð af sniglum af dofraætt, t.d. nákuðungi (Nucella lapillus (Linné)), sem lifa á yfirborði botnsins, en Oichnus paraboloides er mynduð af sniglum, sem tilheyra poppuætt, t.d. meyjarpöttu (Natica affinis (Gmelin)), en þeir lifa á dýrum, er grafa sig niður í setið. í Breiðuvík er einnig að finna sérkennileg lárétt U-laga för í samlokuskeljum í efri hluta setlaganna. Þessi för hafa verið nefnd Caulostrepsis taeniola Clarke, en sú gerð er talin til dvalarfara (Már Vil- hjálmsson 1985). Rannsóknir á nútíma- skeljum leiða í ljós að burstaormaætt- kvíslin Polydora myndar sambærileg för í skeljar og kalkstein. Á nokkrum stöð- um í efri hluta setlaganna í Breiðuvík, einkum í klettunum við Torfhól, er að finna greinileg flóttaför gerð af lífverum, sem hafa orðið fyrir einhverri röskun og leitast við að ná jafnvægi við umhverfi sitt á nýjan leik (7. mynd, nr. 1). Við bæjardyr Reykvíkinga í Fossvogi eru setlög allauðug að steingervingum, einkum kuðungum og samlokum. Rann- sóknir hafa leitt í ljós, að einnig er tölu- verður fjöldi fara í setinu með sædýra- leifunum. Förin eru algengust í dökkgrá- um, lagskiptum og fínkornóttum sand- eða siltsteini. Þau eru 30-70 sm löng, bein eða örlítið S-laga og langás þeirra sem næst samlægur lagskiptingu setsins, en hæðarásinn er næstum hornréttur á 108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.