Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.07.1987, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 01.07.1987, Blaðsíða 31
Gunnar Jónsson: Þrjár nýjar fisktegundir á íslandsmiðum í bókinni íslenskir fiskar (Gunnar Jónsson 1983) er getið um 230 fisk- tegundir sem fundist hafa innan 200 sjó- mílna lögsögunnar við ísland. Eftir að sú bók birtist hafa nokkrar nýjar tegundir bæst við íslenska fiskaríkið. Hér á eftir verður greint frá þremur nýjum fiskteg- undum af íslandsmiðum. Tvær þeirra, sláni, Anotopterus pharao og bjúgtanni, Anoplogaster cornuta fundust 1985 en sú þriðja, blettaálbrosma, Lycenchelys kolthoffi fannst í mars 1986. í greininni hér á eftir er fylgt sömu reglu og í bókinni íslenskir fiskar þ.e. fyrst er stutt lýsing á tegundinni, greint frá geislum í bak- og raufaruggum og auk þess eyr- og kviðuggum ef ástæða þótti til og sagt frá fjölda hryggjarliða. Þá er sagt frá heimkynnum og getið lífshátta eftir því sem vitað er. SLÁNI Anotopterus pharao Zugmayer, 1911. Stærð: Lengsti sláni sem mældur hefur verið var 87 cm að sporðblöðku. Lýsing: Meðalstór miðsævisfiskur, langvaxinn og grannvaxinn en þunnvax- inn að framan. Haus er stór og einnig kjaftur og nær neðri skoltur lengra fram en sá efri (1. mynd). Á enda neðri skolts er brjósklaga tota sem teygist fram. Skoltar og gómbein eru tennt en plóg- bein og tunga eru tannlaus. Augu er mjög stór. Bakugga vantar en í stað hans er stór veiðiuggi andspænis raufarugga. Eyruggar eru í meðallagi stórir og lág- stæðir. Kviðuggar eru smáir og liggja aft- arlega. Hreistur vantar nema á rák. Eng- inn sundmagi. Litur er silfraður á fullorðnum fiskum en ungir fiskar eru svartleitir. Geislar R: 14-16, E: 12-15, K: 9-11; hrl.: 76-80. Heimkynni: Tegund þessi hefur fund- ist í Atlantshafi og Kyrrahafi. í NA-Atlantshafi undan ströndum Portú- gals og NV-Afríku, í Biskajaflóa og nú síðast á íslandsmiðum. í NV-Atlantshafi við V-Grænland og undan ströndum Bandaríkjanna. I S-Atlantshafi undan Namibíu og við Suðurskautslandið. í S- Kyrrahafi við Suðurskautslandið, í N- Kyrrahafi við Japan, Kamtsjatka, undan Kanada og Kaliforníu. í maímánuði 1985 veiddist 64 cm lang- ur sláni í norðanverðum Rósagarði suð- austur af landinu. Veiðiskip var togarinn SnæfuglSU. Vorið 1957 fannst haus af slána á dekki togarans Neptúnustar RE sem var að veiðum við V-Grænland og sumarið 1958 fannst annar slánahaus á dekki togarans Þorsteins Ingólfssonar RE sem einnig var að veiðum við V-Grænland. Talið er að hausar þessir hafi komið úr þorsk- mögum. Lífshœttir: Uthafs- og miðsjávarfiskur sem lítið er vitað um. Eftir útliti að dæma er þetta ránfiskur og í mögum nokkurra fiska hafa fundist fiskleifar. Sjálfur verð- Náttúrufræðingurinn 57 (3), bls. 127-130, 1987 127
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.