Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 13
ir orma, snigla eða liðdýr. Flóttaför eru einnig nokkuð algeng eins og við er að búast, þar sem örar breytingar á set- myndun fylgja orkuríku umhverfinu. 2. Cruziana-Ásýnd För, sem tilheyra þessari ásýnd, finn- ast einkum í setlögum neðan fjörubeltis- ins en oft ofan við neðri mörk bylgju- hreyfinga. í þessari ásýnd finnast allar gerðir fara, þó svo að lárétt skriðför (Cruziana og Aulichnites) og hvfldarför {Asteriacites og Lockeia) séu ríkjandi. 3. Zoophycos-ásýnd Þessi ásýnd finnst helst á landgrunns- svæðum frá beltinu rétt neðan bylgju- marka og niður á töluvert dýpi í land- grunnshlíðum. Förin þar eru einkum til- tölulega flókin fæðuför gerð af setætum, sem lifa niðri í setinu (ífánu). Ein- kennandi för eru Zoophycos, sem oft er eina sjáanlega gerðin, þó svo að setið sé allt sundurgrafið. Frey og Seilacher (1980) álíta að Zoophycos-ásýndin sé að einhverju leyti tengd umhverfum, þar sem súrefnisinnihald botnsins sé óvenju lágt. Gæti það verið ein skýringin á því hve oft Zoophycos-íöún koma fyrir ein og sér. 4. Nereites-ásýnd Seilacher (1967) taldi þessa ásýnd ein- kennandi fyrir djúpsjávarumhverfi. Set- ið er mjög fínkornótt djúpsjávareðja og iðustraumset (turbidites). Förin eru að- allega ýmsar gerðir af beitarförum (Ner- eites og Helminthoida), auk búskapar- fara (Paleodictyon og Cosmorhapte). Dýrin endurvinna stöðugt efstu senti- metra hafbotnsins, en við það þurrkast út öll upprunaleg lagskipting setsins og einstök för verða ill- eða ógreinanleg. Mesta möguleika á að varðveitast hafa för, sem ná tugi sentimetra niður í botn- inn. Dæmi um slík för eru bæði fæðuför, t.d. Zoophycos, Chondrites og Teichichnus, og dvalarför, svo sem Skol- ithos (Ekdale og Berger 1978). 5. Scoyenia-ásýnd För, sem finnast í þessari ásýnd, eru eingöngu í ferskvatnsumhverfum, eink- um ár- og vatnaseti. Förin geta verið mörg en oft finnst aðeins ein gerð. Ein- föld lárétt fæðuför eru einkennandi, t.d. Scoyenia og Munsteria. Rannsóknir á förum í ferskvatnsumhverfum hafa hing- að til verið takmarkaðar. Scoyenia- ásýndin er fremur illa skilgreind og enn hefur lítið verið unnið að rannsóknum á förum mynduðum á landi. 6. Glossifungites-ásýnd Hálfharðnaður eða harðnaður botn takmarkar að sjálfsögðu fjölda þeirra líf- vera, sem geta grafið sig niður í setið. Glossifungites-ásýndin er í hálfhörðnuð- um, samanþjöppuðum leir- eða eðju- botni. Slíkar aðstæður skapast einkum innan eða rétt neðan fjörunnar eða þar sem laus efni rjúfast ofan af harðari lög- um. Yfirleitt eru þetta forn setlög, sem hafa glatað miklu af sínu upprunalega líf- ræna innihaldi. Því er sjaldgæft að finna beitar- og fæðuför, en einkennandi för eru ýmsar gerðir af dvalarförum (Glossi- fungites og Thalassinoides). 7. Trypanites-ásýnd För í Trypanites-ásýnd eru eingöngu á hörðum botni, en hann getur verið margs konar og finnst allt frá fjörubelt- inu niður á mikið dýpi. Þetta eru kletta- strendur, harður kalkbotn, samloku- skeljar o.fl. Útbreiðsla þessarar ásýndar er fyrst og fremst háð botngerð, en aðrir þættir, sem yfirleitt hafa sitt að segja varðandi útbreiðslu fara, virðast lítt tak- markandi. Helstu för í þessari ásýnd eru ýmsar gerðir dvalarfara, t.d. eftir orma, samlokur, svampdýr, armfætlur og hrúð- urkarla. Einnig nagför eftir fiska, rispur eftir skráptungu snigla og holur í skeljar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.