Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1987, Side 13

Náttúrufræðingurinn - 1987, Side 13
ir orma, snigla eða liðdýr. Flóttaför eru einnig nokkuð algeng eins og við er að búast, þar sem örar breytingar á set- myndun fylgja orkuríku umhverfinu. 2. Cruziana-Ásýnd För, sem tilheyra þessari ásýnd, finn- ast einkum í setlögum neðan fjörubeltis- ins en oft ofan við neðri mörk bylgju- hreyfinga. í þessari ásýnd finnast allar gerðir fara, þó svo að lárétt skriðför (Cruziana og Aulichnites) og hvfldarför {Asteriacites og Lockeia) séu ríkjandi. 3. Zoophycos-ásýnd Þessi ásýnd finnst helst á landgrunns- svæðum frá beltinu rétt neðan bylgju- marka og niður á töluvert dýpi í land- grunnshlíðum. Förin þar eru einkum til- tölulega flókin fæðuför gerð af setætum, sem lifa niðri í setinu (ífánu). Ein- kennandi för eru Zoophycos, sem oft er eina sjáanlega gerðin, þó svo að setið sé allt sundurgrafið. Frey og Seilacher (1980) álíta að Zoophycos-ásýndin sé að einhverju leyti tengd umhverfum, þar sem súrefnisinnihald botnsins sé óvenju lágt. Gæti það verið ein skýringin á því hve oft Zoophycos-íöún koma fyrir ein og sér. 4. Nereites-ásýnd Seilacher (1967) taldi þessa ásýnd ein- kennandi fyrir djúpsjávarumhverfi. Set- ið er mjög fínkornótt djúpsjávareðja og iðustraumset (turbidites). Förin eru að- allega ýmsar gerðir af beitarförum (Ner- eites og Helminthoida), auk búskapar- fara (Paleodictyon og Cosmorhapte). Dýrin endurvinna stöðugt efstu senti- metra hafbotnsins, en við það þurrkast út öll upprunaleg lagskipting setsins og einstök för verða ill- eða ógreinanleg. Mesta möguleika á að varðveitast hafa för, sem ná tugi sentimetra niður í botn- inn. Dæmi um slík för eru bæði fæðuför, t.d. Zoophycos, Chondrites og Teichichnus, og dvalarför, svo sem Skol- ithos (Ekdale og Berger 1978). 5. Scoyenia-ásýnd För, sem finnast í þessari ásýnd, eru eingöngu í ferskvatnsumhverfum, eink- um ár- og vatnaseti. Förin geta verið mörg en oft finnst aðeins ein gerð. Ein- föld lárétt fæðuför eru einkennandi, t.d. Scoyenia og Munsteria. Rannsóknir á förum í ferskvatnsumhverfum hafa hing- að til verið takmarkaðar. Scoyenia- ásýndin er fremur illa skilgreind og enn hefur lítið verið unnið að rannsóknum á förum mynduðum á landi. 6. Glossifungites-ásýnd Hálfharðnaður eða harðnaður botn takmarkar að sjálfsögðu fjölda þeirra líf- vera, sem geta grafið sig niður í setið. Glossifungites-ásýndin er í hálfhörðnuð- um, samanþjöppuðum leir- eða eðju- botni. Slíkar aðstæður skapast einkum innan eða rétt neðan fjörunnar eða þar sem laus efni rjúfast ofan af harðari lög- um. Yfirleitt eru þetta forn setlög, sem hafa glatað miklu af sínu upprunalega líf- ræna innihaldi. Því er sjaldgæft að finna beitar- og fæðuför, en einkennandi för eru ýmsar gerðir af dvalarförum (Glossi- fungites og Thalassinoides). 7. Trypanites-ásýnd För í Trypanites-ásýnd eru eingöngu á hörðum botni, en hann getur verið margs konar og finnst allt frá fjörubelt- inu niður á mikið dýpi. Þetta eru kletta- strendur, harður kalkbotn, samloku- skeljar o.fl. Útbreiðsla þessarar ásýndar er fyrst og fremst háð botngerð, en aðrir þættir, sem yfirleitt hafa sitt að segja varðandi útbreiðslu fara, virðast lítt tak- markandi. Helstu för í þessari ásýnd eru ýmsar gerðir dvalarfara, t.d. eftir orma, samlokur, svampdýr, armfætlur og hrúð- urkarla. Einnig nagför eftir fiska, rispur eftir skráptungu snigla og holur í skeljar

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.