Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 10
4. Skriðför (repichnia) eru samfelldar
slóðir eða spor á eða við yfirborð setsins.
Þessar slóðir geta verið í beinni línu eða
hlykkjóttar, litlar eða stórar (7. mynd,
nr. 3). Förin eru gerð af dýrum, sem
ferðast um, og því er setið í förunum
sömu gerðar og í viðkomandi umhverfi.
Dæmi um för af þessu tagi eru fótspor
risaeðlanna í Connecticut River Valley í
Bandaríkjunum. För margra ránsnigla
eru einnig af þessari gerð.
5. Beitarför (pasichnia) eru yfirleitt
óskiptar rákir eða holur á yfirborði
botns. Rákirnar eru hlykkjóttar eða
snúnar og oftast skerast þær ekki og
byggist allt á því að nýta plássið sem best,
því að oft er hörð samkeppni um fæðuna.
Beitarför eru gerð af dýrum, sem hreinsa
lífræn efni af hörðum botni. Dæmi um
slík för eru skrapmerki eftir ýmsa hettu-
snigla og ígulker.
6. Flóttaför (fugichnia) standa yfirleitt
þvert á lagskiptingu setsins. Setið í för-
unum er sömu gerðar og setið í umhverf-
inu, en oft sjást V-laga merki í förunum
og snúa þau ýmist upp eða niður allt eftir
hreyfistefnu dýrsins. Ýmsar óskyldar
tegundir geta myndað svona för, og
stærð þeirra getur verið frá fáeinum
sentimetrum og upp í nokkra metra (7.
mynd, nr. 1).
7. Búskaparför (agrichnia) eru graf-
gangakerfi, þar sem sameinuð er lang-
tíma dvöl og fæðuöflun, ef til vill í formi
búskapar eða gildrugerðar, en nafnið
agrichnia er einmitt dregið af latneska
orðinu agricola, sem þýðir bóndi. Til
þessara fara teljast för úr flóknum lárétt-
um göngum, sem eru ýmist bugðótt, eins
og tvöfaldir sívafningar, eða sexhyrnd
rör, er mynda samfellt net. Seilacher
(1977) taldi að þessi flóknu gangakerfi
væru gerð af litlum lífverum, sem sam-
einuðu fæðuöflun og dvöl. Ferðuðust
þær fram og aftur eftir göngunum og
söfnuðu litlum botndýrum og bakter-
íum, sem annað hvort dvöldust sjálfar í
göngunum, eða féllu niður í þau. För
þessi finnast einkum í fínkornóttu seti
mynduðu á miklu dýpi í rólegu umhverfi.
Þau eru þekkt í fornum jarðlögum, jafnt
og jarðmyndunum frá nútíma. Ekki er
vitað hvaða lífverur mynda þessi för nú á
tímum.
VISTFRÆÐILEG FLOKKUN
Rannsóknir á förum og sporum af líf-
rænum toga hafa tvímælalaust gildi fyrir
vistfræðilegar túlkanir á fornum set-
umhverfum. Seilacher (1964, 1967) not-
aði hugtakið farásýnd (ichnofacies) og
benti á, að ákveðin för eru einkennandi í
ákveðnum setumhverfum eða dýptar-
beltum. Mjúkum hafsbotni má skipta í
fjórar slíkar ásýndir, sem hér eru taldar í
átt að aukinni hafdýpt; Skolithos-,
Cruziana-, Zoophycos- og Nereites-
ásýndir (8. mynd). Fimmta ásýndin, sem
einnig finnst á mjúkum botni, er nefnd
Scoyenia og hefur eingöngu fundist í
ferskvatnsseti. í hálfhörðnuðu seti finn-
ast för, sem einkenna Glossifungites-
ásýndina, og á hörðum botni finnast för,
sem eru einkennandi fyrir Trypanites-
ásýnd. Nýlega var bætt við þessa skipt-
ingu Teredolites- ásýndinni, sem ein-
göngu finnst á eða í viði, t.d. rekaviði.
Nafnið er frekar óheppilegt því að það er
dregið af nafni timburmaðka (Teredo),
en aðrar tegundir geta einnig myndað för
af svipaðri gerð.
1. Skolithos-ásýnd
Þessi ásýnd er einkennandi fyrir fjöru-
beltið, þar sem botn er óstöðugur og
orka mikil. Setlög mynduð í slíku um-
hverfi eru gerð úr víxl- og skálöguðum
sandsteini, oft allgrófum. För, sem þar
finnast, eru aðallega dvalarför, svo sem
einfaldar lóðréttar pípur (Skolithos), U-
laga lóðrétt rör (Diplocraterion), o.s.frv.
Einnig finnast stundum skriðför, t.d. eft-
104