Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.07.1987, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 01.07.1987, Blaðsíða 19
Gísli Ólafsson: Laxveiðiferð með Færeyingum í Noregshafi 1982 INNGANGUR Árið 1981 var ákveðið á fundum göngufiskanefndar (Anadromous and Catadromous Fish Committee) Al- þjóðahafrannsóknaráðsins að senda rannsóknamenn til veiðieftirlits og mæl- inga á laxveiðibáta frá Færeyjum. Hjalti í Jakupsstovu, fiskifræðingur við Fiskirannsóknastovuna í Þórshöfn átti að hafa umsjón með þessum athugun- um. Fyrirhugað var að senda menn frá Danmörku, íslandi, Noregi, Svíþjóð, írlandi og Bretlandi til Færeyja 1982. I stað þess að senda mann til Færeyja ætluðu Skotar að taka til greiningar öll þau hreistursýni sem safnað yrði í þess- um veiðiferðum. Eftir að samþykki fékkst til að senda mann héðan hafði veiðimálastjóri, Þór Guðjónsson, samband við þáverandi forstjóra Hafrannsóknastofnunarinn- ar, Jón Jónsson, um að fá mann frá Hafrannsóknastofnuninni í þetta verk- efni. Jón Jónsson sneri sér til höfundar þessa pistils og það fór svo að ég tók verkið að mér. Þór Guðjónsson setti mig síðan inn í verkefnið. Mér var ætl- að að fara út með laxveiðibátum, fylgj- ast með veiðum almennt og athuga hvort um merkta laxa væri að ræða í veiðinni, bæði með utanáliggjandi merkjum og veiðiuggaklippta laxa. Einnig átti að taka hreistur af laxinum, vigta hann og lengdarmæla. Þá var fylgst með því hve mikið væri um smá- lax (<60 sm) og hvað mikið af honum færi lifandi út aftur. Hingað til hefur mér vitanlega ekki verið greint frá nið- urstöðum þessarar veiðiferðar ef und- anskilin eru erindi flutt af höfundi hjá Landssambandi stangveiðifélaga (8. 10.1983) og smá pistill í Ægi (Gísli 01- afssonl984). Ég fór til Færeyja 3. febrúar og hafði samband við Hjalta í Jakobsstovu dag- inn eftir. Hann sagði mér að enginn bátur væri inni en að ég færi á fyrsta bát sem kæmi til löndunar eða þann sem færi fyrstur út. Biðtímann notaði ég m.a. til að skoða Fiskirannsóknastov- una og heilsa upp á starfsfólk. Einnig fórum við Hjalti yfir verkefnalistann og fékk ég hjá honum mæliblöð, stöðva- blöð, hreisturpoka, mælibretti og reislu. Nokkrum dögum síðar tjáði Hjalti mér að ég myndi fara á vélbátinn Hamrafossur VA 50, en vegna veðurs dróst brottförin til miðvikudags 10. febrúar. Þann 9. febrúar fór ég ásamt manni frá Fiskirannsóknastofunni í frystihús- ið Bacalá, þar sem verið var að taka á móti 17 tonnum af laxi úr Hvítakletti. Þar vorum við mest allan daginn að fylgjast með því hvernig laxinn er flokkaður og pakkaður í stóra kassa eftir þyngd. Verðflokkarnir eru 6 og verðið á laxinum upp úr bát er 60-90 Náttúrufræðingurinn 57 (3). bls. 115-126. 1987 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.