Náttúrufræðingurinn - 1987, Síða 21
Gísli Ólafsson:
Laxveiðiferð með Færeyingum
í Noregshafi 1982
INNGANGUR
Áriö 1981 var ákveðið á fundum
göngufiskanefndar (Anadromous and
Catadromous Fish Committee) Al-
þjóðahafrannsóknaráðsins að senda
rannsóknamenn til veiðieftirlits og mæl-
inga á laxveiðibáta frá Færeyjum.
Hjalti í Jakupsstovu, fiskifræðingur við
Fiskirannsóknastovuna í Þórshöfn átti
að hafa umsjón með þessum athugun-
um. Fyrirhugað var að senda menn frá
Danmörku, íslandi, Noregi, Svíþjóð,
írlandi og Bretlandi til Færeyja 1982. í
stað þess að senda mann til Færeyja
ætluðu Skotar að taka til greiningar öll
þau hreistursýni sem safnað yrði í þess-
um veiðiferðum.
Eftir að samþykki fékkst til að senda
mann héðan hafði veiðimálastjóri, Þór
Guðjónsson, samband við þáverandi
forstjóra Hafrannsóknastofnunarinn-
ar, Jón Jónsson, um að fá mann frá
Hafrannsóknastofnuninni í þetta verk-
efni. Jón Jónsson sneri sér til höfundar
þessa pistils og það fór svo að ég tók
verkið að mér. Þór Guðjónsson setti
mig síðan inn í verkefnið. Mér var ætl-
að að fara út með laxveiðibátum, fylgj-
ast með veiðum almennt og athuga
hvort um merkta laxa væri að ræða í
veiðinni, bæði með utanáliggjandi
merkjum og veiðiuggaklippta laxa.
Einnig átti að taka hreistur af laxinum,
vigta hann og lengdarmæla. Þá var
fylgst með því hve mikið væri um smá-
lax (<60 sm) og hvað mikið af honum
færi lifandi út aftur. Hingað til hefur
mér vitanlega ekki verið greint frá nið-
urstöðum þessarar veiðiferðar ef und-
anskilin eru erindi flutt af höfundi hjá
Landssambandi stangveiðifélaga (8.
10. 1983) og smá pistill í Ægi (Gísli Ol-
afsson 1984).
Ég fór til Færeyja 3. febrúar og hafði
samband við Hjalta í Jakobsstovu dag-
inn eftir. Hann sagði mér að enginn
bátur væri inni en að ég færi á fyrsta bát
sem kæmi til löndunar eða þann sem
færi fyrstur út. Biðtímann notaði ég
m.a. til að skoða Fiskirannsóknastov-
una og heilsa upp á starfsfólk. Einnig
fórum við Hjalti yfir verkefnalistann og
fékk ég hjá honum mæliblöð, stöðva-
blöð, hreisturpoka, mælibretti og
reislu. Nokkrum dögum síðar tjáði
Hjalti mér að ég myndi fara á vélbátinn
Hamrafossur VA 50, en vegna veðurs
dróst brottförin til miðvikudags 10.
febrúar.
Þann 9. febrúar fór ég ásamt manni
frá Fiskirannsóknastofunni í frystihús-
ið Bacalá, þar sem verið var að taka á
móti 17 tonnum af laxi úr Hvítakletti.
Þar vorum við mest allan daginn að
fylgjast með því hvernig laxinn er
flokkaður og pakkaður í stóra kassa
eftir þyngd. Verðflokkarnir eru 6 og
verðið á laxinum upp úr bát er 60-90
Náttúrufræöingurinn 57 (3). bls. 115-126. 1987
115