Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 58

Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 58
til brennslu. Árangur tæknirannsókna hefur verið hagnýttur nokkuð fljótt í fjarvarmaveitum, sem nýta bæði hálm og önnur úrgangsefni. Notkun eldiviðar hefur einnig farið vaxandi á ný. Hag- kvæmnisútreikningar hafa sýnt, að í Sví- þjóð geti fast eldsneyti, sem er ræktað, keppt við olíu í litlum varmaveitum, sem gefa 0,2-1,0 MW, og að hálmur geti keppt við ódýrara eldsneyti. Á íslandi er ekki sama þörf fyrir orku- gjafa af þessu tagi vegna þess hve víða er unnt að hagnýta jarðhita. Einnig er raf- orka víða notuð. í strjálbýlu og veðra- sömu landi eins og íslandi ættu þó örðug- leikar á orkudreifingu hæglega að geta leitt til endurmats, þannig að hagnýting annarra orkugjafa eins og gróðurs til húshitunar komi víða til greina á sveita- bæjum og sums staðar í þéttbýli. VINNSLA ELDSNEYTIS Á VÉLAR ÚR GRÓÐRI Núverandi tækni, einkum samgöngur, byggist að verulegu leyti á fljótandi elds- neyti og gasi. Er það mikið verðmætara en eldsneyti í föstu formi. Ýmsar leiðir eru til að vinna fljótandi eldsneyti úr ræktuðum gróðri, bæði alkóhól til íblöndunar í eða í stað bensíns og jurta- olíu í stað díselolíu, og einnig gas. Loks er unnt að nota gróður sem kolefnisgjafa við framleiðslu vetnis, en talað er um það sem heppilegt orkuform í framtíðar- tækni. Nytjajurtir, sem safna forða sykurs eða sterkju, má rækta til framleiðslu alkóhóls, þ.e. etanóls, í stórum stíl. Einnig kemur trénisríkur gróður til greina, en þá væntanlega fremur til metanólframleiðslu. Mesta uppskeru gefa kartöflur og rót- arávextir, einkum sykur- og fóðurrófur (Beta vulgaris). Nýta þessar rófur lengri hluta vaxtartímans en annar nytjagróð- ur. í sænskum tilraunum fást að meðal- tali 10 tonn þurrefnis á ha af fóður- og sykurrófum, þar af 7-7,5 tonn/ha af sykri. í Finnlandi eru gerðar tilraunir með að votverka rófurnar til geymslu með íblöndun bensósýru og vinna síðan alkóhól úr sykrinum án frekari vinnslu á rófunum. Þar er áætlað að kartöflur eða sykurrófur á 35-40.000 hekturum dygðu til 10% íblöndunar alkóhóls í allt bensín. Af öðrum nytjagróðri gefur vetrarhveiti hvað mest af sér, 7 tonn korns af hekt- ara. Notkun alkóhóls til íblöndunar í bens- ín er þekkt frá Brasilíu, þar sem því er blandað í allt bensín. Alkóhól hefur þá eiginleika að hækka oktantölu bensíns og dregur þar með úr banki. Blanda má í allt að 10% án sérstakra breytinga á bíl- um. Hins vegar er það ekki eins eldfimt og bensín, og hætta er á tæringu vélar- hluta. Þess vegna getur þurft að breyta vélarbúnaði ef nota á 15-20% alkóhól. Ef nota á hreint alkóhól þarf að beita annarri tækni, t.d. að nota eldfimara efni þegar sett er í gang, en skipta síðan yfir á alkóhól. í Svíþjóð er talið að lítils háttar íblönd- un alkóhóls til að hækka oktantölu geti svarað kostnaði, ef unnt er að koma aukaafurðum ræktunarinnar, sem verða próteinríkar, í fullt verð sem skepnufóð- ur. Hins vegar er jurtaolía fjær því að vera samkeppnisfær við díselolíu. Hér- lendis þekkjum við hins vegar dæmi þess, að loðnulýsi hafi orðið samkeppn- isfært við olíu sem eldsneyti í fiskimjöls- verksmiðjum, en lýsi dregur einmitt nafn sitt af því, að það var notað sem ljósmeti á undan olíu. Talið er, að 2% árleg verð- hækkun á eldsneyti umfram annað verð- lag geti nægt til þess að etanólframleiðsla verði raunhæfur valkostur um aldamót, einkum ef jafnframt hefur tekist að ná aukinni uppskeru miðað við tilkostnað. Þessi áætlun mun hafa verið gerð meðan 152
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.