Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.07.1987, Blaðsíða 41

Náttúrufræðingurinn - 01.07.1987, Blaðsíða 41
Gunnlaugur Pétursson: Flækingsfuglar á íslandi: Þernur og svartfuglar * INNGANGUR Þernur og svartfuglar teljast til ætt- bálks strandfugla ásamt vaðfuglum, máfum og kjóum. Þernur og svartfugl- ar skipa sitt hvora ættina innan ætt- bálksins, en máfar og þernur eru þó oft talin til sömu ættar. Til þernuættar (Sternidae) teljast um 43 tegundir, þar af 10 sem verpa í Evrópu. Flestar þernur eru ljósar að lit, með misjafnlega grátt bak og vængi og dökka hettu, en nokkrar eru þó nær svartar, s.s. kolþerna (Chlidonias ni- ger). Einungis ein þernutegund verpur að staðaldri hér á landi, kría (Sterna paradisaea), en kolþerna hefur þó orp- ið a.m.k. tvisvar sinnum. Svartfuglar (Alcidae) eru norrænir sjófuglar, alls 22 tegundir. Á íslandi verpa 6 tegundir: langvía (Uria aalge), stuttnefja (U. lomviá), álka (Alca tor- da), teista (Cepphus grylle), haftyrðill (Alle alle) og lundi (Fratercula arctica) (Ævar Petersen 1982). í grein þessari er fjallað um 6 teg- undir þerna og einn svartfugl, sem flækst hafa hingað til lands. Allt eru þetta sárasjaldgæfir flækingsfuglar * Flækingsfuglar á íslandi. 5. grein: Náttúrufræðistofnun íslands. nema kolþerna, sem er alltíður vor- og sumargestur. Fundir tegundanna hér á landi eru raktir í tímaröð til ársloka 1984. Fáeinar athugana hafa áður birst á prenti, en aðrar eru óbirt gögn á Náttúrufræðistofnun íslands. Fuglar, sem hefur verið safnað, eru geymdir á Náttúrufræðistofnun ís- lands undir skrásetningarnúmeri (RM- númeri), og er þess getið. Hamur af toppklumbu er þó í Dýrafræðisafninu í Kaupmannahöfn (Zoologisk Museum (ZM)). Loks er finnanda getið eða prentaðra heimilda. Eftirfarandi skammstafanir og tákn eru notuð: 6 = karlfugl, 9 = kvenfugl, imm = ungfugl, ad = fullorðinn, FD = fund- inn dauður. Upplýsingar um lifnaðarhætti og út- breiðslu eru fengnar úr fjórða bindi ritsins „The Birds of the Western Pale- arctic" (Cramp 1985). Röð tegunda og latneskar nafngiftir fylgja Voous (1977) og íslensk nöfn eru samkvæmt 3. útgáfu þýðingar Finns Guðmunds- sonar á „Fuglum íslands og Evrópu" (Peterson, Mountford & Hollom 1962). Lýst er sérstökum einkennum nokkurra tegunda, einkum þeirra sem einungis er getið í flækingaskrá aftast í „Fuglum íslands og Evrópu". Annars má þar finna greinargóða lýsingu á Náttúrufræöingurinn 57 (3), bls. 137-143,1987 137
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.