Náttúrufræðingurinn - 1987, Side 43
Gunnlaugur Pétursson:
Flækingsfuglar á íslandi:
Þernur og svartfuglar *
INNGANGUR
Þernur og svartfuglar teljast til ætt-
bálks strandfugla ásamt vaðfuglum,
máfum og kjóum. Þernur og svartfugl-
ar skipa sitt hvora ættina innan ætt-
bálksins, en máfar og þernur eru þó
oft talin til sömu ættar.
Til þernuættar (Sternidae) teljast
um 43 tegundir, þar af 10 sem verpa í
Evrópu. Flestar þernur eru ljósar að
lit, með misjafnlega grátt bak og vængi
og dökka hettu, en nokkrar eru þó nær
svartar, s.s. kolþerna (Chlidonias ni-
ger). Einungis ein þernutegund verpur
að staðaldri hér á landi, kría (Sterna
paradisaea), en kolþerna hefur þó orp-
ið a.m.k. tvisvar sinnum.
Svartfuglar (Alcidae) eru norrænir
sjófuglar, alls 22 tegundir. Á íslandi
verpa 6 tegundir: langvía (Uria aalge),
stuttnefja (U. lomvia), álka (Alca tor-
da), teista (Cepphus grylle), haftyrðill
(Alle alle) og lundi (Fratercula arctica)
(Ævar Petersen 1982).
í grein þessari er fjallað um 6 teg-
undir þerna og einn svartfugl, sem
flækst hafa hingað til lands. Allt eru
þetta sárasjaldgæfir flækingsfuglar
* Flækingsfuglar á íslandi. 5. grein:
Náttúrufræðistofnun íslands.
nema kolþerna, sem er alltíður vor-
og sumargestur. Fundir tegundanna
hér á landi eru raktir í tímaröð til
ársloka 1984. Fáeinar athugana hafa
áður birst á prenti, en aðrar eru óbirt
gögn á Náttúrufræðistofnun íslands.
Fuglar, sem hefur verið safnað, eru
geymdir á Náttúrufræðistofnun ís-
lands undir skrásetningarnúmeri (RM-
númeri), og er þess getið. Hamur af
toppklumbu er þó í Dýrafræðisafninu í
Kaupmannahöfn (Zoologisk Museum
(ZM)). Loks er finnanda getið eða
prentaðra heimilda. Eftirfarandi
skammstafanir og tákn eru notuð: Ó
= karlfugl, 9 = kvenfugl, imm =
ungfugl, ad = fullorðinn, FD = fund-
inn dauður.
Upplýsingar um lifnaðarhætti og út-
breiðslu eru fengnar úr fjórða bindi
ritsins „The Birds of the Western Pale-
arctic“ (Cramp 1985). Röð tegunda og
latneskar nafngiftir fylgja Voous
(1977) og íslensk nöfn eru samkvæmt
3. útgáfu þýðingar Finns Guðmunds-
sonar á „Fuglum íslands og Evrópu“
(Peterson, Mountford & Hollom
1962). Lýst er sérstökum einkennum
nokkurra tegunda, einkum þeirra sem
einungis er getið í flækingaskrá aftast í
„Fuglum íslands og Evrópu“. Annars
má þar finna greinargóða lýsingu á
Náttúrufræöingurinn 57 (3), bls. 137-143,1987
137