Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.07.1987, Blaðsíða 35

Náttúrufræðingurinn - 01.07.1987, Blaðsíða 35
Flosi Björnsson: Gosminjar í grennd við Kvíárjökul INNGANNGUR Hin síðari ár hefur verið unnið nokkuð að jarðfræðilegum rannsókn- um í Öræfum á SA-landi, og sitthvað næsta markvert verið leitt í ljós á því sviði sem kunnugt er. Einnig um svæði það, sem hér verður minnst á, (svo sem um Kvíárjökul, Kambana við jökulinn, Svarthamrahraun, að nokkru hraun í fjöllum, bergfræðilega lýsingu fjallanna o. fl.) þótt þær athuganir verði ekki ræddar hér. Það mun samt engan undra þó enn skorti á rannsóknir og jafnvel nægilega glöggar frumathugan- ir sums staðar innan sveitarinnar, enda rannsóknarefnin margvísleg á voru landi. Eitt þeirra svæða, sem ástæða væri til að fá gleggri vitneskju um en nú er fyrir hendi, svo mér sé kunnugt, er raunar í grennd við Kvíárjökul, þ. e. a. s. fjalllendið báðum megin jökulsins: Vatnafjöll og Staðarfjall, ennfremur Hnúta, ásamt hinu lægra landi þar fram undan. Er það efni þessa greinarkorns að víkja að nokkrum forvitnilegum atrið- um, aðallega í sambandi við gosminj- ar. Hvað átt er við, má skýra með örfáum orðum, sem tekin eru úr Ár- bók Ferðafélags íslands 1979 um Öræfin, eftir Sigurð Björnsson, bls. 112: "Einhverntíma hefur verið eldvarp þar sem Kvíárjökull er nú, og hefur það skilið eftir hraun bæði á Staðarfjalli og Vatnafjóllum. Sýnilegt er að hraun hef- ur runnið ofan af hábrún Vatnafjalla og storknað þar sem nú heitir Vatnafjalla- mosar, og ná að gljúfri Vattarár. Benda líkur til að þar hafi verið jökull þegar hraunið rann . . . Milli . . . (Vattarár) og Kvíáraurs er dálítið hallandi land, heldur lítið gróið. Það mun vera mynd- að úr efni, sem borist hefur úr fjöllun- um í kringum Vattará. Hefur enn ekki verið skýrt til hlítar með hvaða hætti þetta hefur myndast. Svæði þetta nefn- ist Öldur". Skal hér vikið að þessu nokkru nán- ar, en taka vil ég skýrt fram að það sem hér fer á eftir, er að sjálfsögðu aðeins ábendingar. HRAUN, GANGAR O. FL. Kunn eru á þessu svæði Svarthamra- hraun innst og vestan við Kvíármýr- arkamb, og hraun framarlega í austur- hlíðum Vatnafjalla, þar sem kallað er Vatnafjallamosar (og að mestu gróið). Hið þriðja í Vatnafjöllum nokkru inn- ar. Hraunmyndun finnst og uppi á Náttúrufræðingurinn 57 (3). bls. 131-135.1987 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.