Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 37

Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 37
Flosi Björnsson: Gosminjar í grennd við Kvíárjökul INNGANNGUR Hin síðari ár hefur verið unnið nokkuð að jarðfræðilegum rannsókn- um í Öræfum á SA-landi, og sitthvað næsta markvert verið leitt í ljós á því sviði sem kunnugt er. Einnig um svæði það, sem hér verður minnst á, (svo sem um Kvíárjökul, Kambana við jökulinn, Svarthamrahraun, að nokkru hraun í fjöllum, bergfræðilega lýsingu fjallanna o. fl.) þótt þær athuganir verði ekki ræddar hér. Það mun samt engan undra þó enn skorti á rannsóknir og jafnvel nægilega glöggar frumathugan- ir sums staðar innan sveitarinnar, enda rannsóknarefnin margvísleg á voru landi. Eitt þeirra svæða, sem ástæða væri til að fá gleggri vitneskju um en nú er fyrir hendi, svo mér sé kunnugt, er raunar í grennd við Kvíárjökul, þ. e. a. s. fjalllendið báðum megin jökulsins: Vatnafjöll og Staðarfjall, ennfremur Hnúta, ásamt hinu lægra landi þar fram undan. Er það efni þessa greinarkorns að víkja að nokkrum forvitnilegum atrið- um, aðallega í sambandi við gosminj- ar. Hvað átt er við, má skýra með örfáum orðum, sem tekin eru úr Ár- bók Ferðafélags íslands 1979 um Öræfin, eftir Sigurð Björnsson, bls. 112: “Einhverntíma hefur verið eldvarp þar sem Kvíárjökull er nú, og hefur það skilið eftir hraun bæði á Staðarfjalli og Vatnafjöllum. Sýnilegt er að hraun hef- ur runnið ofan af hábrún Vatnafjalla og storknað þar sem nú heitir Vatnafjalla- mosar, og ná að gljúfri Vattarár. Benda líkur til að þar hafi verið jökull þegar hraunið rann . . . Milli . . . (Vattarár) og Kvíáraurs er dálítið hallandi land, heldur lítið gróið. Það mun vera mynd- að úr efni, sem borist hefur úr fjöllun- um í kringum Vattará. Hefur enn ekki verið skýrt til hlítar með hvaða hætti þetta hefur myndast. Svæði þetta nefn- ist Öldur“. Skal hér vikið að þessu nokkru nán- ar, en taka vil ég skýrt fram að það sem hér fer á eftir, er að sjálfsögðu aðeins ábendingar. HRAUN, GANGAR O. FL. Kunn eru á þessu svæði Svarthamra- hraun innst og vestan við Kvíármýr- arkamb, og hraun framarlega í austur- hlíðum Vatnafjalla, þar sem kallað er Vatnafjallamosar (og að mestu gróið). Hið þriðja í Vatnafjöllum nokkru inn- ar. Hraunmyndun finnst og uppi á Náttúrufræðingurinn 57 (3), bls. 131-135,1987 131

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.