Náttúrufræðingurinn - 1987, Qupperneq 33
Gunnar Jónsson:
Þrjár nýjar fisktegundir á
íslandsmiðum
í bókinni íslenskir fiskar (Gunnar
Jónsson 1983) er getið um 230 fisk-
tegundir sem fundist hafa innan 200 sjó-
mflna lögsögunnar við ísland. Eftir að sú
bók birtist hafa nokkrar nýjar tegundir
bæst við íslenska fiskaríkið. Hér á eftir
verður greint frá þremur nýjum fiskteg-
undum af íslandsmiðum. Tvær þeirra,
sláni, Anotopterus pharao og bjúgtanni,
Anoplogaster cornuta fundust 1985 en sú
þriðja, blettaálbrosma, Lycenchelys
kolthoffi fannst í mars 1986.
1 greininni hér á eftir er fylgt sömu
reglu og í bókinni íslenskir fiskar þ.e.
fyrst er stutt lýsing á tegundinni, greint
frá geislum í bak- og raufaruggum og auk
þess eyr- og kviðuggum ef ástæða þótti til
og sagt frá fjölda hryggjarliða. Þá er sagt
frá heimkynnum og getið lífshátta eftir
því sem vitað er.
SLÁNI
Anotopterus pharao Zugmayer, 1911.
Stærð: Lengsti sláni sem mældur hefur
verið var 87 cm að sporðblöðku.
Lýsing: Meðalstór miðsævisfiskur,
langvaxinn og grannvaxinn en þunnvax-
inn að framan. Haus er stór og einnig
kjaftur og nær neðri skoltur lengra fram
en sá efri (1. mynd). Á enda neðri skolts
er brjósklaga tota sem teygist fram.
Skoltar og gómbein eru tennt en plóg-
bein og tunga eru tannlaus. Augu er
mjög stór. Bakugga vantar en í stað hans
er stór veiðiuggi andspænis raufarugga.
Eyruggar eru í meðallagi stórir og lág-
stæðir. Kviðuggar eru smáir og liggja aft-
arlega. Hreistur vantar nema á rák. Eng-
inn sundmagi.
Litur er silfraður á fullorðnum fiskum
en ungir fiskar eru svartleitir.
Geislar R: 14-16, E: 12-15, K: 9-11;
hrl.: 76-80.
Heimkynni: Tegund þessi hefur fund-
ist í Atlantshafi og Kyrrahafi. í
NA-Atlantshafi undan ströndum Portú-
gals og NV-Afríku, í Biskajaflóa og nú
síðast á íslandsmiðum. í NV-Atlantshafi
við V-Grænland og undan ströndum
Bandaríkjanna. í S-Atlantshafi undan
Namibíu og við Suðurskautslandið. í S-
Kyrrahafi við Suðurskautslandið, í N-
Kyrrahafi við Japan, Kamtsjatka, undan
Kanada og Kaliforníu.
í maímánuði 1985 veiddist 64 cm lang-
ur sláni í norðanverðum Rósagarði suð-
austur af landinu. Veiðiskip var togarinn
Snæfugl SU.
Vorið 1957 fannst haus af slána á dekki
togarans Neptúnustar RE sem var að
veiðum við V-Grænland og sumarið 1958
fannst annar slánahaus á dekki togarans
Þorsteins Ingólfssonar RE sem einnig
var að veiðum við V-Grænland. Talið er
að hausar þessir hafi komið úr þorsk-
mögum.
Lífshœttir: Úthafs- og miðsjávarfiskur
sem lítið er vitað um. Eftir útliti að dæma
er þetta ránfiskur og í mögum nokkurra
fiska hafa fundist fiskleifar. Sjálfur verð-
Náttúrufræðingurinn 57 (3), bls. 127-130, 1987
127