Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 6
sömu sporum og áöur. Alþjóða- nafngiftanefndin viðurkenndi ekki nafn- giftakerfi það sem notað var í rannsókn- um á förum, enda féll það ekki undir hina hefðbundnu flokkun, sem byggir á skyldleika tegundanna. Enginn hafði enn sem komið var gert úttekt á notagildi líffara, hvorki fyrir líffræðina né jarð- fræðina. Tími fræðigreinarinnar var því ekki kominn. Upp úr 1950 varð sú breyting að setlagafræðingar og steingervingafræð- ingar fóru æ meir að beina rannsóknum sínum að fornum setumhverfum og sam- félögum dýra. Þar með fylgdi að farið var að rannsaka för af lífrænum toga sam- hliða öðrum setformum. Þjóðverjinn Seilacher (1953) gerði grein fyrir nota- gildi þeirra í jarðlögum og á sama tíma kom hann fram með tiltölulega einfalda aðferð til að greina þau eftir útliti og gerð, en ekki eftir meira og minna óljós- um hugmyndum um það hver myndunar- valdurinn væri. Tveim árum síðar benti Seilacher (1955) á að sumir hópar fara eru einkennandi fyrir ákveðnar um- hverfisaðstæður, t.d. róleg djúpsjávar- umhverfi, lón eða orkumikil strandum- hverfi. Á síðustu árum hafa fleiri og fleiri lagt hönd á plóginn og rannsóknir á förum eftir lífverur hafa aukið skilning manna á fornum dýrasamfélögum og jafnvel orð- ið til þess að breyta skoðunum manna á þróun einstakra lífvera. Um notagildi fara af lífrænum toga hafa margir ritað og auk fyrrnefndra greina eftir Seilacher má nefna ritgerðir eftir hann, sem birtust á sjöunda og áttunda áratugnum (Seila- cher 1963, 1967, 1974), en aðrar mikil- vægar greinar á þessu sviði eru eftir Cri- mes (1975), og Ekdale o.fl. (1984). Nafngiftakerfi fara og spora og vanda- mál þess hefur verið viðfangsefni margra á síðustu árum, enda byggir hinn vist- fræðilegi þáttur á því að hinar ýmsu teg- undir fara séu eins vel skilgreindar og unnt er. Helstu rit á þessu sviði eru eftir Basan (1979), Bromley (1981), Bromley og Fursich (1980) og Pemberton og Frey (1982). Nokkru eldri grein, sem telja má til undirstöðuverka, var rituð af Han- tzschel (1975). FLOKKUN FARA EFTIR ÚTLITI OG GERÐ Förum af lífrænum toga er yfirleitt skipað í 7 stóra hópa, sem innihalda allar þekktar ættkvíslir og tegundir: 1. Fœðuför (foodichnia) eru margbreyti- leg, allt frá tiltölulega einföldum göng- um til flókinna grafkerfa, sem ýmist eru samlæg lagskiptingu setsins, eða skera hana. I þeim eru íhvolf merki (spreite- form), sem geta gefið okkur upplýsingar um hreyfistefnu dýrsins (myndunar- valdsins). Setið í þessum förum er oft af annarri kornastærð eða lit en setið um- hverfis því að það hefur farið í gegnum meltingarfæri dýrsins. Fæðuför eru því ummerki eftir dýr eins og t.d. bursta- orma og ígulker, sem éta sig í gegnum setið (setætur), hirða lífrænar agnir úr því og losa sig við ólífrænan úrgang (2., 3. og 4. mynd). 2. Dvalarför (domichnia) eru grafgangar eða holur, sem skera lagskiptingu sets- ins. Förin eru oftast greinileg, enda gerð af dýrum, sem hafa yfirleitt límt saman setið í veggjum holanna (faranna), er dýrin dvelja í. Dvalarför eru talin hýbýli dýra, sem sigta fæðuagnir úr sjónum, eða lifa ránlífi (5. og 6. mynd). 3. Hvíldarför (cubichnia) eru oftast grunnar afsteypur eftir dýr, t.d. fiska eða sæstjörnur, sem sest hafa á botninn til þess að hvfla sig. Ýmist eru þetta alger- lega sjálfstæð för, sem koma fyrir ein og sér, eða þau eru í tengslum við aðrar gerðir fara, svo sem skriðför eða flótta- för. 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.