Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 17
Teichichnus- faranna í Fossvogi bendir
eindregið til þess, að þegar setlögin voru
að myndast hafi skipst á róleg tímabil
með hægfara setmyndun og orkumeiri
tímabil með hraðari setmyndun. Ekki er
vitað hvaða lífvera myndaði þessi för og
næsta víst er að fjölmargar tegundir geta
skilið eftir sig álíka för. Komið hefur í
ljós að t.d. ýmsir burstaormar mynda
svipuð för (Seilacher 1955), en þau eru
þó miklu minni.
Þó svo að rannsóknir á förum inynd-
uðum á landi eða í ferskvatni séu stutt á
veg komnar er ljóst, að slík för finnast
hér á landi. Má þar benda á að í safni
Náttúrufræðistofnunar íslands eru set-
sýni með lífförum frá Þórisdal í Lóni.
Þetta eru skriðför, 2-3 mm í þvermál og
10-15 sm löng. Ekki er ennþá unnt, að
fullgreina þessi för, en þó er ljóst, að
ekki er um ormaför að ræða (7. mynd,
nr. 3).
í íslenskum setlögum eru víða för og
spor af lífrænum toga, þótt þeirra hafi
ekki verið getið ennþá nema að litlu
leyti. Má þar t.d. benda á fyrrnefnd set-
lög við bæjardyr Reykvíkinga í Fossvogi
og fleiri setlög víðsvegar um land. í sum-
um þessara laga er aragrúi fara, sums
staðar svo skiptir milljónum. Með vax-
andi rannsóknum á setlögum, setum-
hverfum og steingervingum má búast við
því að þessum förum verði æ meiri gaum-
ur gefinn, þar sem þau geta aukið mjög á
vitneskju okkar um myndunarhætti við-
komandi jarðlaga.
ÞAKKARORÐ
Við viljum þakka Jan Agaard, jarðfræði-
stofnun Hafnarháskóla, og Ævari Jóhannes-
syni, Raunvísindastofnun Háskólans, fyrir
aðstoð við ljósmyndun. Sveini P. Jakobssyni
þökkum við lán á sýnum úr safni Náttúru-
fræðistofnunar íslands. Að lokum þökkum
við Jóni Eiríkssyni fyrir yfirlestur handrits.
HEIMILDIR
Abel, O. 1935. Vorzeitliche Lebensspuren. -
Fischer, Jena: 644 bls.
Basan, P.B. 1979. Trace fossil nomenclature:
the developing picture. - Palaeogeogr.,
Palaeoclimatol., Palaeoecol. 28:143-146.
Bromley, R.G. 1981. Concepts in ichnotax-
onomy illustrated by small round holes in
shells. - Sep. Acta Geol. Hispanica 1-2,
Tomo 16: 55-64.
Bromley, R.G. & F.T. Ftirsich. 1980. Com-
ments on the proposed amendments to
the International Code of Zoological
Nomenclature regarding ichnotaxa. -
Bull. Zool. Nomenclature 37 (1): 6-10.
Brongniart, A.T. 1828. Histoire des Végét-
aux Fossiles I (1). Fortin, Masson & Co.,
Paris: 136 bls.
Crimes, T.P. 1975. The stratigraphical signi-
ficance of trace fossils. - í: R.W. Frey
(ritstj.). The study of trace fossils: 109-
130. Springer, New York.
Ekdale, A.A. & W.H. Berger. 1978. Deep-
sea ichnofacies: modern organism traces
on and in pelagic carbonates of the west-
ern equatorial Pacific. - Palaeogeogr.,
Palaeoclimatol., Palaeoecol. 23:263-278.
Ekdale, A.A., R.G. Bromley & S.G. Pem-
berton. 1984. Ichnology. The use of trace
fossils in sedimentology and stratigraphy.
-Soc. Econ. Paleontol. Mineralog. Short
Course 15: 317 bls.
Frey, R.W. & A. Seilacher. 1980. Uniformity
in marine invertebrate ichnology. -
Lethaia 13: 183-207.
Gaudry, A. 1883. (Note on “A propos des
Algues fossiles" by Saporta.) - Soc. Géol.
France Bull. ser. 3, : 451^152.
Hántzschel, W. 1965. Vestigia invertebrator-
um et problematica. - Foss. Catalogus I,
Animalia 108: 1-142.
Hántzschel, W. 1975. Trace fossils and
problematica. - í: C. Teichert (ritstj.).
Treatise on Invertebrate Paleontology,
Part W, Miscellanea, Suppl. I: 1-269.
Geol. Soc. Am. & Univ. Kansas Press,
Lawrence.
Hitchcock, E. 1858. Ichnology of New Eng-
land. A report of the sandstone of the
Connecticut Valley, especially its foot-
111