Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1987, Síða 30

Náttúrufræðingurinn - 1987, Síða 30
% 8 8. mynd. Stærðardreifng hænga annars vegar og hrygna hins vegar. - The size distribution ofthe salmon measured on board Hamrafossur. Males andfemales are shown separately to demonstrate the size difference between the sexes. vetri í sjó. Unglaxinn heldur sig þannig á sömu slóð og eldri fiskur. Á 7. mynd er einnig lengdardreifing þeirra 250 laxa sem valdir voru í hreistursýnið, en það voru 50 fyrstu laxarnir sem komu inn þá daga sem sýnið var tekið, borin saman við alla aðra laxa sem voru lengdarmældir. Samsvörun línanna gefur til kynna að laxarnir sem teknir voru í hreistursýnið gefi rétta mynd af veiðinni. Eins og áður sagði voru öll hreistursýnin send til Skotlands til ald- ursgreiningar og sýna þær athuganir væntanlega hversu mörg ár laxinn var í fersku vatni áður en hann gekk til sjáv- ar. Á íslandi er laxinn yfirleitt lengur í fersku vatni en víðast hvar annars stað- ar. Á 8. mynd er sýnd lengdardreifing hænga annars vegar og hrygna hins vegar. Fram kemur að hængarnir eru stærri en hrygnurnar. í þessari veiði- ferð voru hængar 28,6% af fjölda en hrygnur 71,4% KYNÞROSKI Á 9. mynd sjást þau stig sem notuð eru við mat á kynþroska fiska. Það sem kom mest á óvart í þessari ferð var að laxinn var á mismunandi kynþroska- stigi. Flestir laxanna voru á 2. stigi (hrogn og svil að byrja að þroskast) sem telja má eðlilegt á þessum stað og á þessum árstíma. Tvær hrygnur voru á kynþroskastigi 4 og einnig einn hængur (kynfæri fylla mest allt kviðarhol). 124

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.