Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1987, Side 31

Náttúrufræðingurinn - 1987, Side 31
1 4 9. mynd. Lax á mismunandi kynþroskastigi. (Mynd úr Anon. 1983). - Maturation stages of salmon. Tvær hrygnur voru á 5.-6. stigi (tilbún- ar til hrygningar) en það verður að telj- ast mjög óvenjulegt á þessum stað og árstíma. Þrjár hrygnur voru á 7.-2. stigi (þ.e. nýbúnar að ,,buna“). Þetta kom mér einnig í opna skjöldu því hingað til hef ég ekki heyrt þess getið að laxinn „buni“ í úthafinu. Þeir laxar sem svona var ástatt um voru mjög mjóslegnir. Þegar ég sá þessa fiska í veiðiferðinni minntist ég þess að ég hafði einnig séð þá er verið var að landa úr Hvítakletti og voru þeir þá settir til hliðar. Ratvísi þessara laxa hefur ekki verið upp á það besta, hvort sem það er af mannavöld- um eða ekki. Er kannski hugsanlegt að hér sé um að kenna blöndun laxastofna og flutningi seiða milli landshluta og jafnvel flutningi milli landa? Það er augljóst að laxinn bunar í hafinu og sýnist mér að full ástæða sé til frekari rannsókna á allri vistfræði hans þar. FÆÐA Laxinn var yfirleitt feitur og mörvað- ur í kvið. Við skoðun á magainnihaldi fundust eftirfarandi dýr og dýrahópar nokkurn veginn í röð eftir mikilvægi: laxsfldar (Myctophidae), ljósáta (Eup- hausiacea), geirsfli (Paralepididae), ís- rækja (Hymenodora spp.), smokk- fiskur (Cephalopoda), kolmunni {Micromesistius poutassou), marfló (Amphipoda) og karfi (Sebastes mar- inus). LOKAORÐ Eins og getið var um í inngangi þá var sú ferð sem hér var sagt frá farin á vegum Veiðimálastofununarinnar, frumgögnin liggja þar og einnig í Fiski- rannsóknastovan í Færeyjum. Að lok- um þakka ég kollega mínum Ólafi S. Ástþórssyni fyrir holl ráð við samningu þessa pistils. 125

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.