Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1987, Side 34

Náttúrufræðingurinn - 1987, Side 34
ur sláni öðrum fiskum að bráð t.d. stóra földungi, lúðu, túnfiski (albacore við Kaliforníu) o. fl. og þeir slánar sem fundust við Suðurskautslandið komu úr mögum stórhvala. BJÚGTANNI Anoplogaster cornuta (Valenciennes, 1833) Stœrð: 15 cm að sporðblöðku. Lýsing: Hávaxinn fiskur og frekar þunnvaxinn með grannt spyrðustæði. Haus er stór með stóran og vígalegan skástæðan kjaft (2. mynd). Efri skoltur er næstum jafnlangur og hausinn. Tvær stórar og oddmjóar tennur eru fremst sitthvoru megin á báðum skoltum. Smærri tennur gisstæðar eru aftar. Góm- bein eru ýmist tennt eða ekki. Augu eru í meðallagi en nasir eru stórar. Uggar eru frekar stórir og liðgeislaðir þ.e. án gadda nema fremsti geisli í raufarugga er broddgeisli. Hreistur er smátt. Rák er greinileg, hástæð og djúp en rofin af hreistri með vissu millibili. Sundmagi er lokaður. Litur er dökkbrúnn eða svartleitur. Ungir fiskar eru silfraðir nýveiddir. Geislar B: 17-19, R: 8-9, E: 14-16. K:l+6; hrl.: 23-28. Heimkynni: Bjúgtanni hefur fundist í öllum heimshöfum en virðist algengastur á milli 46°N og 46° S. í NA-Atlantshafi hefur hann fundist frá Portúgal suður til Guineuflóa við Afríku, í NV-Atlantshafi frá Sankti Georgsbanka (undan Woods Hole í Bandaríkjunum) til Bermudaeyja og þaðan um Mexíkóflóa og Vestur Ind- íur allt suður til NA-Falklandseyja. í Mið-Atlantshafi frá Asóreyjum til Sankti Heleneyjar. Hér við land fannst þessi fiskur fyrst sumarið 1985 þegar Hafþór RE veiddi tvo fiska 14 og 15 cm langa á rækjumiðun- um milli íslands og Grænlands. Síðan veiddust aðrir tveir 14 og 15 cm langir á 128

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.