Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 38
Staðarfjalli. Verður þeirra þó ekki get- ið hér að neinu ráði, en öll eru þau tiltölulega lítil. Vatnafjallahraunið fremra er lítt eða ekki jökulnúið. Hvort svo er um Svarthamrahraun mun tæpast fullljóst. Ofantil í austur- hlíð Vatnafjalla upp af Vatnafjalla- mosum er allgreinilegur gígur, sem ber þó lítið á fyrr en að er komið. Þar ofan við tekur við gjallskriða og á nokkrum kafla frauðkennt hraun eða gjallkennd samanstorkin samryskja, rauðbrún á lit, og nær upp á brún (620 m). Virðist þannig greinilegt að þau öfl, sem þar hafa verið að verki, hafa átt upptök hinum megin fjallsbrúnarinnr, þ. e. jökulmegin. Eru þar og gangar nokkr- ir neðar og aðeins innar. Þar nærri er og talsvert um ljósleitt, vikurkennt berg, eða umbreytt af hita. Nokkru innar norðanmegin í Vatna- fjöllum eða nær miðju er annað hraun, sem áður getur. Er það eldra, jökulnú- ið og þéttara í sér, frekar mjó tunga, einnig komin ofan frá brúninni og munu upptökin hinum megin brúnar- innar eða jökulmegin. Þess má og geta, að innarlega í Vatnafjöllum (ná- lægt 955 m) eru tveir eða þrír smáklett- ar, sem bera þess merki að þar hefur a. m. k. streymt upp hiti, sem hefur breytt berginu. Að vísu er hugsanlegt að sá hiti hafi ekki náð yfirborði og klettar þessir ekki komið í ljós fyrr en eftir nokkurt rof. Skammt frá eru gangar nokkrir. Inn með Vatnafjöllum jökulmegin nálægt miðju er þykkur og mikill gangur, ljós á lit, mun vera líparít, sem nær hátt upp með molaberginu þar á bak við, þó ekki upp á móts við brún- ina. Nokkuð slitrótt framhald hans nær talsverðan spöl inn með fjallinu. Á Staðarfjalli, hinum megin Kvíár- jökuls sést sums staðar hraun á hábrún fjallsins, lítt eða ekki jökulnúið, einnig allmikið af gjalli. Hefur það vart kom- ið annars staðar frá en einhvers staðar hinum megin við brúnina, sem snýr að Kvíárjökli. (E. t. v. kann að vera hugsanlegt að háhryggur fjallsins hafi staðið upp úr jökli, þannig að varla mun endilega alveg öruggt að þetta hraun hafi komið frá gosi eftir ísaldar- lok, en vissulega líklegast.) Nokkru neðan við hábrúnina vestan megin er að finna jökulnúnar basaltklappir. Of- arlega í hamraveggnum sem veit að Kvíárjökli er firnamikill vikurkenndur bergstabbi, ljós á lit, minnir á lagið sem finnst í Vatnafjöllum en miklu stórkostlegri. Þess má líka geta að svipað lag, býsna þykkt en líklega nokkru linara eða enn vikurkenndara, er einnig að finna í Rótarfjallsgljúfri (inn af Múla- gljúfri) ofan við Kvísker. Rótarfjalls- hnúkur og Hellutindur eru ekki fjarri, en í þeirri línu munu greinileg merki eldsprungu, gjallhryggir, og öskulag hefur einnig fundist þar. VIKUR Ef til vill er rétt að drepa lítið eitt á vikur í fjöllum þessum. Hinn ljósi vik- ur Öræfajökuls sést lítið sem ekki í háfjöllum hér um slóðir austan Vatna- fjalla (að vísu á tveim stöðum skammt frá, uppruni eða aldur e. t. v. óviss). Uppi á Vatnafjöllum finnst dálítill vik- ur, aðallega skaflar í jörðum dælda og þó raunar litlir. Vikurinn frauðkennd- ur. Sjást þar þó allstórir molar, allt að 30 cm eða vel það. Einnig Iítils háttar dreif af um það bil 4—8 cm molum, yfirleitt nokkru þéttari í sér eða harðari. Á Staðarfjalli er talsvert meiri vikur en á Vatnafjöllum, en útbreiðsla vik- ursins þó ekki mikil. Þykkar vikur- fannir eru þar þó og talsvert stórar 132
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.