Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 39

Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 39
1. mynd. Kort af Öræfum. vestan í fjallshlíðinni nokkru neðan við hábrúnina, og minni skaflar á nokkrum stöðum öðrum. í stærstu vik- urfönnina hefur grafist skorningur um 4-5 m djúpur, og sést því núverandi samsetning vikursins vel, mest smá- gerður og frekar frauðkenndur, að vísu líka stórgerður hér og þar. En sums staðar finnast þar í vikursköflum mun stærri stykki, um 30—50 cm. Eru þau yfirleitt allmjög frauðkennd. (En miklu er meiri vikur og talsvert af honum mun stórgerðari vestar í fjöll- um, eins og í Bleikafjalli og Sléttu- björgum, einnig æðimikill á Hofsfjalli. Mikið af þeim vikri er frauðkenndur mjög. En mun ekki geta orkað tvímæl- is að allur þessi ljósi vikur í fjöllum sé frá gosinu 1362, eða gæti ekki sumt af honum verið frá gosi fyrir land- námsöld?) STÓRUGRJÓT Innan um Hóláraura austantil og austan við Hólá sem er vestan Kvíár- jökuls er mikið af stórgrýti og björg- um, enda þarna kallað Stórugrjót, og munu björgin sjást nærfellt út undir lónið við fjöruna, og jafnvel stærst utarlega. Sums staðar uppi í aurum þar sem stórgrýtið var mjög þétt á köflum, mun hafa virst móta fyrir dá- lítið aflöngum grjótröstum. En mjög hefur Hólá og önnur á minni sem nú er horfin, borið þarna fram aur um Stórugrjót, og ber því mun minna á stórum björgum hin síðari ár en t. d. 133

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.