Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 46

Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 46
1. mynd. Fullorðin kol- þerna við Stokkseyri, 21. júlí 1983. - Adult Black Tern (Chlidonias niger) near Stokkseyri, .S'IV Ice- land, 21 July 1983. (Ljósm./F/jotoErling Ól- afsson). Kolþerna (Chlidonias niger) Kolþerna verpur beggja vegna Atl- antshafs. Hún er alltíður flækingur hér á landi og hefur orpið (1. mynd). í nýlegum greinum hefur verið fjallað um kolþernukomur hingað til lands og varptilraunir við Stokkseyri 1983 og 1984 (Erling Ólafsson o.fl. 1983, Er- ling Ólafsson 1986). Þar er einnig að finna upplýsingar um útbreiðslu kol- þerna og getið lífshátta þeirra. Er vís- að í þær greinar og upptalningu kol- þernufunda sleppt hér. Hér á landi hafa sést a.m.k. 32 kol- þernur, þar með taldar þær sem greindar voru sem „svartar kríur“. Af fjórum kolþernum sem náðust og unnt var að greina til deilitegundar var ein af evrópsku deilitegundinni C.n. ni- ger, en þrjár voru af vestrænu deiliteg- undinni C.n. surinamensis. Síðar- nefnda deilitegundin hefur ekki sést annars staðar í Evrópu, en þær sáust allar í júní. Tígulþerna (Chlidonias leucopterus) Tígulþernur verpa í austurhluta Evr- ópu og V-Asíu austur til Mongólíu. Þær hafa vetursetu við strendur Afríku og Asíu. Tálþernur verpa í votlendi, oft innan um kolþernur, og byggja yfirleitt flothreiður. Utan varptíma virðast þær háðari ósöltu vatni en kol- þernur. Á annan tug tígulþerna sjást nú ár- lega á Bretlandseyjum, og að auki hafa nokkrar sést annars staðar í V- Evrópu, m.a. ein í Færeyjum (Bloch & Sörensen 1984). Á Bretlandeyjum og írlandi sjást tígulþernur bæði vor og haust, aðallega í maí til júní og í ágúst til október. Þær eru þar nokkuð algengari á haustin en vorin (Sharrock 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.