Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 47

Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 47
1974). Aðeins einn fugl hefur sést hér á landi með vissu: 1. Heimaey, Vestm, 14. október 1965 ($ imm RM3426). Magnús Magnússon. Eftirfarandi þrjá fugla töldu athugendur vera tígulþernur, en þar sem lýsing sker ekki óyggj- andi úr um að svo hafi verið, er þeirra getið hér sérstaklega. Fullyrða má, að fuglarnir hafi ann- aðhvort verið kolþernur eða tígulþernur, en eins og sést hér að framan er fyrrnefnda tegundin mun algengari hér á landi. 1. Meðalfell í Kjós, Kjós, 17. júní 1962. Björn Björnsson. 2. Eskifjörður, S-Múl, 31. maí 1971. Geir Hólm. 3. Lambavatn á Rauðasandi, V-Barð, sumar 1976. Tryggvi Eyjólfsson. Tígulþernur eru náskyldar kolþern- um, og Iíkar þeim í útliti. Greiningar ungfugla þessara tegunda og fugla í vetrarbúningi geta verið erfiðar, en í sumarbúningi eru tígulþernur Ijósari á efri hluta vængja og dekkri á neðri hluta þeirra en kolþernur. Toppklumba (Aethia cristatella) Toppklumbur eru svartfuglar (Alci- dae), sem verpa við nyrstu strendur Kyrrahafs. Þær eru að mestu staðfugl- ar en sjást þó að vetrarlagi suður undir Japan. Toppklumba hefur einu sinni sést við Evrópustrendur Atlantshafs: 1. Á sjó um 45 sjómflur ANA af Langanestá, N-Þing, (66°48'N, 12°55'V), einhvern dag milli 12.-20. ágúst 1912 (ad ZM.2.3. 1934.CN.1). Hörring (1933). Fuglinn var skotinn frá færeyska skipinu „Otaria" og er nú uppsettur í Dýrafræðisafninu í Kaupmannahöfn. Hefur hann þurft að leggja a.m.k. 6000— 8000 km að baki til þess að komast hingað frá varpstöðvunum (Bjarni Sæmundsson 1934). Ekki er hægt að leiða neinar líkur að því hvenær fuglinn hefur komið í Atl- antshaf, en hann gæti hafa verið búinn að dvelja þar í nokkurn tíma áður en hann fannst. Bjarni Sæmundsson (1934) telur þó, að fuglinn hafi líklega verið aðframkominn af þreytu eftir upplýsingum að dæma, en safnandi kvað fuglinn hafa verið mjög gæfan: „den satte sig igen tæt ved Siden af Skibet og jeg har ikke set nogen Spfugl af nogen Art saa spag som den, idet det syntes, som den gerne vilde komme ombord“ (Hörring 1933). Toppklumba er nokkuð minni en lundi. Fullorðnu fuglarnir eru dökk- gráir á baki, en grábrúnir á bringu, síðum og undirvængjum. Upp úr enni stendur brúnn framslútandi fjaðra- toppur og langar hvítar fjaðrir ganga aftur frá augum. Nefið er stutt og hátt, dökkrauðgult með ljósan brodd. Fæt- ur eru blágráir. Ungfuglar eru svipaðir fullorðnum fuglum, nema hvað fjaðra- skúfa vantar og nef þeirra er minna og ljósbrúnt að lit. ÞAKKIR Þakkir skulu færðar þeim Arnþóri Garð- arssyni, Erling Ólafssyni, Jóhanni Óla Hilmarssyni, Kristni Hauki Skarphéð- inssyni og Ævari Petersen, en þeir lásu greinina yfir í handriti. HEIMILDIR Alexander, W.B. 1963. Birds of the Ocean. — 2.útg., G.P. Putnam’s Sons, New York. Bjarni Sæmundsson 1934. Fágætur fugl - topp- lundi. - Náttúrufr. 4: 24. Bloch, D. & S. Sprensen 1984. Yvirlit yvir Föroya fuglar. - Fproya Skúlabóka- grunnur, Tórshavn. Cave, B. 1982. Forster’s Tern: new to Britain and Ireland. — Brit. Birds 75: 55-61. Cramp, S. (ritstj.) 1985. The Birds of the West- ern Palearctic. Vol.4. - Oxford University Press, Oxford. 141

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.