Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1987, Qupperneq 54

Náttúrufræðingurinn - 1987, Qupperneq 54
3. tafla. Nokkur dæmi um afkastamikla tillífun, þurrefni kg/ha/dag1). - Examples of high growth rates for selected crops, dry matter kg/ha/day'1. Tegund ( Crop) Land Meðaltal 100 daga (Average for 100 d.) Skammtíma- meðaltal (Maximum) C4—plöntur (C4-crops) Pennisetum Puerto Rico 260 Sorghum Kalifornía 190 510 Sykurreyr (Saccharum) Hawaii 180 380 C3-plöntur (C3-crops) Sykurrófa (Beta) Kalifornía 140 310 Bermuda gras (Cynodon) Georgía 130 200 Alfalfa (Medicago) Kalifornía 130 230 Vallarfoxgras (Phleum)2) ísland 140 200 11 Eftir Mac Key (1978) nema vallarfoxgras - After Mac Key (1978) except Phleum pratense. 2,Tilraunaniðurstöðurfrá Korpu. 50dagarístað 100, sjá 1. mynd. Skammtímameðaltaliðer ágiskun og varlega áætlað. - Average for 50 days, see Fig. 1. Til dæmis verður orkan í mónum 4500 kal/g, ef í honum er 18% aska og orkan er 5500 kal/g lífræns efnis. Sums staðar er þó mór mun öskuríkari (Óskar B. Bjarnason 1966). í heyskap er miðað að því að fá gott fóður með auðmeltanlegri orku. Af- rakstur túna mun vart ná helmingi þess, sem sýnt var á 1. mynd, vegna þess að slegið er löngu áður en hámarki sprettu er náð til þess að ná þeim heygæðum sem óskað er. Þar við bætist verkunartap, ýmsar grastegundir spretta hægar en vallarfoxgras, sprettuskilyrði eru víða lakari vegna vélaumferðar, túnbeitar, lé- legrar framræslu o.fl. I 5. töflu eru sýnd tvö dæmi um það, hvernig orkan í heyinu skiptist, annars vegar í mjög góðu heyi, hins vegar í frem- ur lélegu heyi. í saur er verulegt magn lífrænna efna og tapast umtalsverður hluti orkunnar með honum, meira eftir því sem meltanleikinn er minni. Mis- munurinn á orku lífrænna efna í fóðri og orku í saur er meltanleg orka. Efnaorka tapast skepnunni einnig með þvagi og sem lofttegundin metan (CH4), sem verður til við gerjun í vömb. Sú orka sem þá er eftir er kölluð breytiorka og af henni fer verulegur hluti í hitamyndun, en nettóorka er sú orka sem nýtist skepn- unni til viðhalds og framleiðslu. Lauslega áætlað virðast um 5% heyorkunnar skila sér í afurðum. Er þá höfð hliðsjón af útreikningum Bjarna Guðmundssonar (1977), sem telur að um 2,8 kkal breytiorku í heyi fáist fyrir hverja kkal í hjálparorku í landbúnaði, en aðeins 0,3 kkal skili sér í búsafurðum. Með hjálparorku er bæði átt við að- keypta orku eins og olíu og rafmagn og þá orku sem hefur farið í að framleiða aðra rekstrarvöru s.s. vélar. Orkutap í fóðrun er samkvæmt þessu mjög mikið, jafnvel við fóðrun með góðu heyi fæst aðeins 28% nettóorka. Fóður- nýtingu má auka með ýmsum aðgerðum, fyrst og fremst þeim sem stuðla að því, að breytiorka verði sem hæst hlutfall af heildarorkunni. Varma, sem tapast úr gripunum, má nýta til upphitunar. Var það áður fyrr gert í fjósbaðstofum, sem voru byggðar yfir fjósum, en á síðari tím- um með varmadælum. Hann er oftast 148
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.