Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1987, Síða 56

Náttúrufræðingurinn - 1987, Síða 56
5. tafla. Nýting fóðurorku í heyi (15% raki). - Utilization ofenergy in hay (85% dry matter). Mjög gott hey (Very good hay) Tæplega meðal- hey (Poorer than average hay) Kg heys í fóðureiningu (Kg hay perfeed unit) 1,53 2,00 Orka í saur % (energy infaeces) 27 39 Meltanleg orka % (digestible energy) 73 61 Tap í þvagi og metani % 23 22 (Lost in urine and methane) Breytiorka% 50 39 (Metabolizable energy %) Varmatap % (lost as heat) 22 17 Nettóorka % (net energy) 28 22 Með hæfilegri loftun og góðri einangrun má ná 40-50°C gerjunarhita,og varmann sem myndast við gerjunina má nýta til upphitunar með varmaskiptakerfi, þ.e. með hringrás vatns í lokuðu rörakerfi. Þessi aðferð til að hagnýta þá orku, sem er bundin í búfjáráburði, er tiltölulega einföld og örugg í rekstri og kostnaður er að litlu leyti háður stærð virkjunarinnar. Er það gagnstætt því sem á við um gas- framleiðslu, sem kemur vart til greina, nema þar sem mikið fellur til af búfjár- áburði. Hins vegar er gasið mun verð- mætara orkuform. RÆKTUN JARÐARGRÓÐA SEM ORKUGJAFA I kaflanum hér á undan kom fram, að tæplega 10% fóðurorkunnar gætu nýtst til eldsneytis með gasvinnslu úr búfjár- áburði. Sú orkuvinnsla virðist þó varla geta náð sem svarar einu prósenti af nú- verandi olíuinnflutningi. Miklu meiri eldsneytisorku má ná með brennslu á þurrkuðum jarðargróða, þ.e. viði, hálmi eða heyi. Með 10 tonna upp- skeru þurrefnis á hektara fæst af 133.000 ha lands jafnmikil orka og nemur öllum olíuinnflutningi landsmanna, sem er 600.000 tonn. Er þetta ámóta landstærð og flatarmál alls ræktaðs lands er nú. Eftir er þó að taka tillit til orkunotk- unar í ræktuninni sjálfri. Til þess að framleiða þau 120 kg niturs, sem nú eru borin á hektara að jafnaði, þarf 180 kg olíu (1,5 kg olíu á kg N). Aðra orkuþörf í ræktun má áætla svipaða þessu (sbr. áætlun Bjarna Guðmundssonar 1977), þannig að orkueyðslan í ræktun verði alls jafngildi 360 kg olíu á ha. Landþörfin vex þá í 144.000 ha, sem enn er sambærilegt við eða óverulega meira en núverandi flatarmál ræktaðs lands á íslandi. Þessi ræktun þyrfti ekki að vera í verulegri samkeppni við aðra ræktun, því að rækt- anlegt land er margfalt á við það sem þegar hefur verið ræktað. Eins ætti að vera unnt að sneiða hjá bestu skóg- ræktarsvæðunum. Tvær aðferðir koma til greina við hag- nýtingu jarðargróða sem orkulindar, bein brennsla og framleiðsla á fljótandi eldsneyti og gasi. Auk þess að keppa við olíu þarf jarðargróðinn að keppa við mó sem orkugjafa. Hafa móbirgðir í landinu verið áætlaðir samsvara 600 ára innflutn- ingi á eldsneyti miðað við núverandi inn- flutning (Bragi Árnason 1983). Virðist í því mati ekki hafa verið tekið tillit til mis- munandi orkunýtingar við notkun mós og olíu, og verulegur hluti mósins er vart nýtanlegur. Hvort heldur sem jarðar- 150

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.