Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1987, Qupperneq 57

Náttúrufræðingurinn - 1987, Qupperneq 57
gróði er notaður sem eldsneyti eða til framleiðslu á öðrum orkugjöfum, verður nýting orkunnar mun lakari en í olíu. Við það vex landþörfin að miklum mun, kannski tvöfaldast eða meira. ORKUGÆFUR GRÓÐUR Töluverðar rannsóknir hafa verið stundaðar á Norðurlöndum á orkugæf- um gróðri, þ.e. gróðri sem gefur af sér mikla uppskeru á flatareiningu af lífrænu efni sem má hagnýta sem orkugjafa. í upphafi beindist athyglin einkum að svo- kölluðum orkuskógum (Sirén 1979). Ræktaður er fljótsprottinn trjákenndur gróður, t.d. víði- eða aspartegundir, sem má uppskera á fárra ára fresti. Athyglin beindist fljótt að ýmsum öðr- um gróðri. Vorið 1985 var haldin náms- stefna um orkugróður á vegum NJF (Norræna búvísindafélagsins). Helstu niðurstöður hennar birtust í 3. hefti Nordisk Jordbrugsforskning 1985 og er það sem hér fer á eftir byggt á því sem þar kom fram án þess að einstökum heimildum sé haldið aðgreindum. Til þess að ræktun orkugróðurs komi til greina, þarf að vera völ á verulegu ræktunarlandi, sem ekki er þörf á til ann- arrar ræktunar. Fau skilyrði eru fyrir hendi á öllum Norðurlöndunum, nema helst Noregi, m.a. vegna þess hve upp- skera nytjagróðurs á flatareiningu hefur aukist mikið á undanförnum áratugum, án þess að markaður fyrir landbúnaðar- afurðir hafi aukist að sama skapi. Auk þess fellur víða til mikill hálmur, sem má nýta til eldsneytis. Einnig er rætt um að nýta betur akurlendi með því að rækta fljótsprottinn gróður þann hluta sumars- ins, sem akurinn stæði annars ógróinn vegna þess að uppskera er tekin snemma, eða þar sem vetrareinærum nytjagróðri er sáð síðla sumars. JARÐARGRÓÐI TIL ELDSNEYTIS Brennsla er sú nýting orkugróðurs, sem helst er samkeppnisfær við olíu eins og er. Brennt er trénisríkum gróðri, þ.e. ríkum af ligníni og sellulósa. Auk trjá- kennds gróðurs kemur einkum gras af ýmsu tagi til greina, ásamt hálmi sem áð- ur getur. Hey hefur jafnan verið talið lé- legt eldsneyti, þótt orkugildi þurrefnis séu svipað og í viði. Því þurfa hey- eða hálmbrennarar að vera af annarri gerð en viðarbrennarar. Eiginleikar heys og hálms til brennslu batna líka við að pressa það. Töluvert hefur verið unnið að því að bæta búnað til þessara nota. Má telja það mjög góða nýtingu, ef 2,5-3 kg þurrefnis af viði eða hálmi og heyi koma í stað eins kg af olíu. Uppskeruvinna og þurrkun verður að kosta sem minnst. Trénað gras er auð- veldara í þurrkun en gras sem er slegið áður en fóðurgildi þess fellur að marki. Enn fremur verður minni rýrnun í geymslu á trénuðu heyi þótt það sé tekið illa þurrt. Hins vegar ber að varast geymsluskemmdir sem eru hættulegar heilsu manna rétt eins og við heyverkun, þótt hey sé ekki eins varasamt að þessu leyti og viðarkurl sem geymt er rakt. Meðal tegunda, sem hafa verið reynd- ar eru vallarfoxgras, fóðurfax (Bromus inermis) og strandreyr (Phalaris arun- dinacea). Þetta eru allt tegundir sem koma til greina hérlendis og sömuleiðis t.d. snarrótarpuntur (Deschampsia ca- espitosa) og beringspuntur (D. bering- ensis). Svíar virðast telja sig geta reiknað með að uppskera af orkugrasi geti orðið 7-12 tonn þurrefni af ha, ef til ræktunar kemur, en í tilraunum fæst meira. Til eru tegundir, sem gefa mun meira af sér, t.d. stór sólfífill (Helianthus tuberosus), en uppskera hans er talin henta betur til gasframleiðslu en eldsneytis. Áhugi Norðurlandabúa á orkugróðri til brennslu stafar meðal annars af því hve mikið fellur til af hálmi, sem má nýta 151
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.