Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 5
1. mynd. Thorkil Bjerring Pedersen
(1898-1924) stundaði árin 1916-1924 nám
við Polyteknisk Læreanstalt og svo
Kaupmannahafnarháskóla, þar sem
hann lagði einkum stund á jarðfræði og
lauk þar magistersprófi. Hann var við
rannsóknir á Grænlandi er hann lést árið
1925 aðeins 27 ára gamall. Hann fór tvær
rannsóknaferðir til íslands og hafði meiri
rannsóknir hérlendis á prjónunum.
Thorkil Bjerring Pedersen, a Danish geo-
logist went twice to Iceland for geological
studies while he w still a university stu-
dent and had plans for further studies in
Iceland. He died in Greenland at only 21
years ofage during an expedition. (ljósm.
photo. ?)
styrk úr Sáttmálasjóðnum danska
(Dansk-Islandsk Forbundsfond) til ís-
landsferðar. Ferðaðist hann þá um
Skaftafellssýslur og norður á Tjörnes.
Jarðfræði íslands heillaði hann svo,
að hann ákvað að efna til nýs leiðang-
urs. Sótti hann því um ferðastyrki
bæði til Sáttmálasjóðs og Carlsbergs-
sjóðs og hlaut þá. Er ljóst af umsókn
hans, að hann hafði mikil áform í
huga um íslandsrannsóknir.
SÍÐARI ÍSLANDSFERÐ THORKIL
BJERRING PEDERSENS, 1923.
Bjerring Pedersen hóf rannsóknir sín-
ar það sumar á svæðinu kringum Þing-
vallavatn og Sogið, og unnu þeir þar
saman hann og Niels Nielsen, þá
cand. mag., var það fyrsta ferð hans
til íslands. Að loknum rannsóknunum
á Suðurlandi lá leið Bjerring Peder-
sens norður í land. í ferð með honum
norður yfir hálendið voru þeir S.A.
Andersen, danskur jarðfræðingur og
Pálmi Hannesson, sem þá var enn við
nám, og var hann hvort tveggja í senn
fylgdarmaður þeirra, fararstjóri og
náttúruskoðari. Leið þeirra lá frá
Kalmanstungu norður að Arnarvatni,
síðan norðan Langjökuls og á Hvera-
velli. Þaðan fóru þeir austur um Ey-
vindarstaðaheiði og á Hofsafrétt og
niður í Vesturdal í Skagafirði, og svo
til Akureyrar, hrepptu þeir vond veð-
ur mestan hluta ferðarinnar. Á Akur-
eyri skildi S.A. Andersen við þá, en
Guðmundur G. Bárðarson slóst í för
með þeim Bjerring Pedersen og
Pálma. Ferðuðust þeir suður í Vonar-
skarð og síðan í Öskju, til að kanna
minjar um gos hennar veturinnn áður.
Rétt er og að geta þess, að gos varð í
Grímsvötnum í október árið áður. Ár-
angur af ferð þessari varð mikill, enda
þótt veðrátta væri lengstum óhagstæð,
og ferðalagið því erfitt. Leiðangurinn
var hugsaður sem undirbúningur að
víðtækri lýsingu íslands. Meinleg ör-
lög réðu því, að Bjerring Pedersen
lést í vetrarsetu á Austur-Grænlandi
1925, og voru allar áætlanir hans um
rannsóknir á Islandi þar með úr sög-
unni, og ekkert ritaði hann um ferð-
ina norður um öræfin og í Öskju.
123