Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 5
1. mynd. Thorkil Bjerring Pedersen (1898-1924) stundaði árin 1916-1924 nám við Polyteknisk Læreanstalt og svo Kaupmannahafnarháskóla, þar sem hann lagði einkum stund á jarðfræði og lauk þar magistersprófi. Hann var við rannsóknir á Grænlandi er hann lést árið 1925 aðeins 27 ára gamall. Hann fór tvær rannsóknaferðir til íslands og hafði meiri rannsóknir hérlendis á prjónunum. Thorkil Bjerring Pedersen, a Danish geo- logist went twice to Iceland for geological studies while he w still a university stu- dent and had plans for further studies in Iceland. He died in Greenland at only 21 years ofage during an expedition. (ljósm. photo. ?) styrk úr Sáttmálasjóðnum danska (Dansk-Islandsk Forbundsfond) til ís- landsferðar. Ferðaðist hann þá um Skaftafellssýslur og norður á Tjörnes. Jarðfræði íslands heillaði hann svo, að hann ákvað að efna til nýs leiðang- urs. Sótti hann því um ferðastyrki bæði til Sáttmálasjóðs og Carlsbergs- sjóðs og hlaut þá. Er ljóst af umsókn hans, að hann hafði mikil áform í huga um íslandsrannsóknir. SÍÐARI ÍSLANDSFERÐ THORKIL BJERRING PEDERSENS, 1923. Bjerring Pedersen hóf rannsóknir sín- ar það sumar á svæðinu kringum Þing- vallavatn og Sogið, og unnu þeir þar saman hann og Niels Nielsen, þá cand. mag., var það fyrsta ferð hans til íslands. Að loknum rannsóknunum á Suðurlandi lá leið Bjerring Peder- sens norður í land. í ferð með honum norður yfir hálendið voru þeir S.A. Andersen, danskur jarðfræðingur og Pálmi Hannesson, sem þá var enn við nám, og var hann hvort tveggja í senn fylgdarmaður þeirra, fararstjóri og náttúruskoðari. Leið þeirra lá frá Kalmanstungu norður að Arnarvatni, síðan norðan Langjökuls og á Hvera- velli. Þaðan fóru þeir austur um Ey- vindarstaðaheiði og á Hofsafrétt og niður í Vesturdal í Skagafirði, og svo til Akureyrar, hrepptu þeir vond veð- ur mestan hluta ferðarinnar. Á Akur- eyri skildi S.A. Andersen við þá, en Guðmundur G. Bárðarson slóst í för með þeim Bjerring Pedersen og Pálma. Ferðuðust þeir suður í Vonar- skarð og síðan í Öskju, til að kanna minjar um gos hennar veturinnn áður. Rétt er og að geta þess, að gos varð í Grímsvötnum í október árið áður. Ár- angur af ferð þessari varð mikill, enda þótt veðrátta væri lengstum óhagstæð, og ferðalagið því erfitt. Leiðangurinn var hugsaður sem undirbúningur að víðtækri lýsingu íslands. Meinleg ör- lög réðu því, að Bjerring Pedersen lést í vetrarsetu á Austur-Grænlandi 1925, og voru allar áætlanir hans um rannsóknir á Islandi þar með úr sög- unni, og ekkert ritaði hann um ferð- ina norður um öræfin og í Öskju. 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.