Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 12

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 12
að Nielsen hafði allt þetta mjög í huga, þegar hann í heimalandi sínu Danmörku, hóf að kanna sandhóla, merskiland og sjávarleirur ásamt upp- blæstri í hinum létta lausa jarðvegi á Vestur-Jótlandi. ÞRIÐJI DANSK-ÍSLENSKI LEIÐANGURINN, 1934. Laugardaginn fyrir páska, 31. mars 1934, hófst gos í Grímsvötnum í Vatnajökli. Síðla sama dag fékk dr. Nielsen fregnir um það til Kaup- mannahafnar, og 7. apríl lagði hann af stað til íslands þeirra erinda að kanna eldgosið. í för með honum var Keld Milthers magister, síðar ríkisjarðfræð- ingur. Þeir fóru yfir England og komu til íslands að kvöldi hins 15. apríl. Þeir lögðu af stað frá Reykjavík 18. apríl og voru komnir með farangur sinn austur að Kálfafelli í Fljótshverfi að- faranótt 24. aprfl, þar sem Stefán Þor- valdsson bóndi og fólk hans tóku þeim báðum höndum. Jóhannes Ás- kelsson jarðfræðingur slóst í för með þeim í Vík í Mýrdal. Jóhannes var þá á heimleið úr leið- angri til Grímsvatna, er hann hafði farið ásamt þremur öðrum íslending- um undir fararstjórn Guðmundar Ein- arssonar myndhöggvara frá Miðdal. Þeir lögðu upp frá Núpsstað með skíði og sleða. Náðu þeir á gosstöðvarnar 13. aprfl og til byggða hinn 16. Höfðu þeir fengið hið besta veður. Það var dr. Nielsen óblandað fagnaðaðrefni, að Jóhannes skyldi vera fús til að slást í förina aftur upp að eldstöðvunum. Leiðangursmenn bjuggu sig undir jökulgönguna á Kálfafelli og réðu sér þar fylgdarmenn, fimm unga bænda- syni úr sveitinni, Guðlaug Ólafsson á Blómsturvöllum, Jón Pálsson á Selja- landi, Helga Pálsson á Rauðabergi, Sigmund Helgason á Núpum og Kjart- an Stefánsson á Kálfafelli. Þeir fengu 7. mynd. Keld Milthers (1907-1960) stund- aði nám í náttúrufræðum við Kaupmanna- hafnarháskóla 1924-1932 með jarðfræði sem aðalgrein og lauk þar magistersprófi og síðar doktorsprófi, árið 1943. Doktors- ritgerð hans fjallaði um leiðarsteina á ströndum Danmerkur. Hann var ríkisjarð- fræðingur í Danmörku og stundaði þar margvíslegar rannsóknir. Keld Milthers, a Danish geologist, participated in one of Nielsen’s expeditions to Iceland but was not involved in Icelandic investigations af- ter that time. (ljósm. photo. ?) hesta til að flytja menn og farangur upp að jöklinum og tvo menn til við- bótar til að taka hestana þaðan heim aftur. Leiðangurinn lagði af stað frá Kálfafelli 24. aprfl, 9 menn með 16 hesta og var nú haldið upp undir jök- ulinn. Um kvöldið slógu þeir tjöldum þar sem þeir töldu greiðfærast upp jökulkinnina. Það hafði snjóað nokk- uð fyrir skemmstu, en engu að síður gægðist askan frá gosinu víða fram undan snjónum. Magister Keld Milthers hafði til 130

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.