Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 13

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 13
8. mynd. Jóhannes Áskelsson (1902-1961) stundaði nám í náttúrufræðum við Kaup- mannahafnarháskóla 1925-1931 með aðal áherslu á jarðfræði. Hann kom heim áður en hann lauk lokaprófum og tók upp kennslu. Hann varð kennari við Mennta- skólann í Reykjavík skömmu eftir heim- komuna frá Höfn og yfirkennari frá 1950 til dauðadags. Hann stundaði rannsóknir á jarðfræði íslands á sumrum og eftir hann liggur fjöldi greina um ýmsa þætti íslenskr- ar jarðfræði. Jóhannes Áskelsson, geolog- ist and a teacher of natural history, studied Icelandic geology and wrote on it for many years. (ljósm. photo. ?) allrar óhamingju veikst af hálsbólgu á leiðinni austur. Tók Snorri Halldórs- son læknir hann í sína umsjá á heimili sitt að Breiðabólsstað. En jafnskjótt og honum batnaði tók hann til óspilltra málanna að rannsaka verks- ummerkin eftir jökulhlaupið á Skeið- arársandi. Færð var vond á jöklinum. Leiðang- ur þeirra Guðmundar og Jóhannesar varð að skilja við tjald og sleða í um 20 km fjarlægð frá Grímsvötnum og gengu þeir þaðan lausir og liðugir fram og aftur að eldstöðvunum. „Þetta tókst fyrir það eitt, að í hlut áttu slyngir ferðamenn, sem voru ör- uggir að átta sig“ (Vatnajökull, bls. 23). Það var nú ráðið að haga svo ferð- um, að allir skyldu fara svo langt upp eftir jöklinum, að ekki væri lengra en svo sem ein dagleið að eldstöðvunum, og skyldi þar sett niður forðabúr. Þrír skyldu snúa aftur niður að jökulrönd- inni og sækja þann farangur, sem þar var skilinn eftir og hinir fjórir halda áfram svo hratt sem þeir framast mættu að gosstöðvunum og aftur að forðabúrinu. Jökulferðinni er lýst rækilega í bók dr. Nielsens, „Vatnajökull“, sem Pálmi Hannesson þýddi á íslensku. Hér verður því stiklað á stóru í frá- sögninni, og aðeins rakin helstu at- riðin. Fyrsta daginn, 25. apríl, gekk ferðin vel, og tjölduðu leiðangursmenn á jöklinum um 5 km fyrir norðan Há- göngur. Daginn eftir sóttist þeim einnig greiðlega, en þoka tafði þó um skeið, og tjölduðu þeir þá norðan við Þórðarhyrnu. Næsta dag voru þeir veðurtepptir, en notuðu tímann til að grafa 4 m djúpa gryfju í snjóinn til að mæla hit- ann í honum á misjöfnu dýpi, einnig reistu þeir merkjastengur, svo að þeir mættu finna forðatjaldið, sem þeir skildu þar eftir. Daginn eftir (28. apríl) hafði hlýnað svo í veðri, að hitinn nálgaðist nú frostmark, og færðin varð hin versta. Nú var leiðangursmönnunum skipt í tvo hópa. í hópnum, sem fara skyldi að eldstöðvunum voru Nielsen, Jó- hannes, Jón og Kjartan. Héldu þeir í norðaustur með annan sleðann, hinir þrír héldu með hinn sleðann niður að jökulröndinni, til að sækja nesti og 131

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.